Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá fundi búgreinadeilda eggjabænda. Arnar Árnason, Hilmar Vilberg, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Hauksdóttir og Geir Gunnar Geirsson.
Frá fundi búgreinadeilda eggjabænda. Arnar Árnason, Hilmar Vilberg, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Hauksdóttir og Geir Gunnar Geirsson.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 16. mars 2023

Bjartsýnir á framtíðina

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt var með kyrrum kjörum á fundi eggjabænda á búgreinaþingi. Helstu mál á dagskrá var umræða tengd skýrslu fráfarandi formanns, m.a. um markaðsaðstæður og fjölgun ferðamanna á síðasta ári.

Helstu verkefni voru eftirfylgni sprettgreiðslna, en þær fengust greiddar nýlega. Annað mál var sex mánaða framlenging búrahalds varphænsna til skamms tíma.

Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd / Aðsend

Halldóra K. Hauksdóttir var kjörin formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands í stað Stefáns Más Símonarsonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

„Við fórum m.a. yfir stöðuna um afnám búra í eggjaframleiðslu og aðlögun að reglum Evrópusambandsins um lausagöngu varphænsna, en með hjálp Bændasamtakanna fengu eggjabændur, sem enn eru með hluta af varphænum sínum í búrum, sex mánaða viðbótarfrest til að aðlaga sig að þeim reglum, eða fram á mitt þetta ár. En fyrir utan þá gífurlegu fjárfestingu sem þessi breyting hafði í för með sér fyrir suma eggjabændur þá voru einnig aðrar hindranir á veginum eins og skipulagsmál. Fresturinn var veittur út júní 2023 og eftir það er stefnt að því að allir íslenskir eggjabændur verði búnir að uppfylla skilyrði aðbúnaðarreglna auk þess að vera undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. En ljóst var að þessi framkvæmd var ekki sársaukalaus fyrir greinina. Hún var bæði mjög kostnaðarsöm og minni eggjaframleiðendur hættu sumir sínum búskap vegna þess að menn treystu sér ekki til að breyta búum sínum eins og krafist var skv. reglugerð vegna þess kostnaðar sem því fylgdi.“

Eggjaframleiðsla og starfsumhverfi greinarinnar

Að sögn Halldóru var farið yfir markaðsaðstæður í ljósi fjölgunar ferðamanna en salan á eggjum dróst saman í kjölfar Covid og fækkun ferðamanna í kjölfar þess. Einnig var farið yfir rannsóknir og þau tækifæri sem tengjast innlendri próteinframleiðslu til fóðurs.

Jafnframt var farið yfir rekstrarskilyrði greinarinnar en það er engin launung að tollvernd ræður þar miklu um stöðu greinarinnar. Rekstrarkostnaður búa hefur hækkað mjög mikið að undanförnu.

„Á fundinum voru valdir tveir fulltrúar eggjabænda á Búnaðarþing og ég er annar þeirra og Stefán Már, fráfarandi formaður, hinn.“

Eggjabændur bjartsýnir

„Sem nýtekin við sem formaður búgreinadeildar eggjabænda er ég bjartsýn á framtíðina fyrir hönd eggjabænda og við finnum fyrir trausti meðal neytenda og það er okkar upplifun að Íslendingar vilji kaupa það sem íslenskt er.“

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...