Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eflum fæðuöryggi: Er stjórnvöldum alvara?
Af vettvangi Bændasamtakana 2. maí 2023

Eflum fæðuöryggi: Er stjórnvöldum alvara?

Höfundur: Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá BÍ.

Undanfarið hefur mikið verið rætt og skrifað um fæðuöryggi þjóðarinnar.

Ráðamönnum verður tíðrætt um það og mikilvægi þess að auka fæðuöryggi. Það er eðlilegt þar sem heimsfaraldur Covid-19 og síðar innrás Rússa í Úkraínu hefur sýnt okkur að kerfið okkar er viðkvæmara en við töldum. Það hefur sýnt sig að það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera sjálfri sér næg á sem flestum sviðum. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að við framleiðum eins mikið og mögulegt er af þeim matvælum sem við þurfum hér innanlands. Aðfangakeðjurnar hafa hökt og verð á aðföngum rokið upp. Há verðbólga og miklar vaxtahækkanir í kjölfarið hafa svo gert ástandið enn verra.

Minni ásetningur nauta

Nautgripabændur hafa ekki farið varhluta af þessu, reksturinn hefur þyngst og afkoman versnað mikið, hvort sem litið er til mjólkur- eða nautakjötsframleiðslu. Þó er staðan hjá nautakjötsframleiðendum sýnu verri, en þar erum við farin að sjá umtalsverða fækkun á gripum og því ljóst að framleiðluvilji bænda er að bresta! Í dag eru rúmlega 2.500 færri lifandi naut í landinu en þau voru fyrir tveimur árum. Fækkunin á sér stað í öllum aldursflokkum nauta, að aldrinum 18-20 mánaða undanskildum, en sveiflur geta verið á milli aldursflokka á milli ára. Mest er fækkunin í nautum yngri en 12 mánaða, eða í ásetningsnautum en þau eru í dag tæplega 1.200 færri en þau voru fyrir tveimur árum.

Í dag eru rúmlega 2.500 færri lifandi naut í landinu en þau voru fyrir tveimur árum. Fækkunin á sér stað í öllum aldursflokkum nauta, að aldrinum 18-20 mánaða undanskildum, en sveiflur geta verið á milli aldursflokka á milli ára. Mest er fækkunin í nautum yngri en 12 mánaða, eða í ásetningsnautum en þau eru í dag tæplega 1.200 færri en þau voru fyrir tveimur árum.

Neikvæð afkoma nautakjötsframleiðenda, ár eftir ár

Ástæður samdráttar í nautakjötsframleiðslu eru einfaldar. Rekstarskilyrði í nautakjötsframleiðslu hafa verið gífurlega erfið undanfarin ár. Skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021 sýnir þetta glöggt.

  • Árið 2019 borguðu nautakjötsframleiðendur 603 krónur með hverju framleiddu kílói.
  • Árið 2020 borguðu nautakjötsframleiðendur 568 krónur með hverju framleiddu kílói.
  • Árið 2021 borguðu nautakjötsframleiðendur 412 krónur með hverju framleiddu kílói.

Varlega áætlað er að á árinu 2022 hafi nautakjötsframleiðendur greitt a.m.k. 500 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti, þrátt fyrir að afurðaverð hafi hækkað og viðbótarfjármagn hafi komið í formi áburðarstuðnings og í gegnum spretthóp matvælaráðherra.

Þar sem að rúmlega 3.000 tonn af nautakjöti voru framleidd á árinu 2022, þýðir það að nautakjötsframleiðendur greiddu rúmlega 1,5 milljarða með framleiðslu sinni það árið.

Þessari stöðu þarf að bregðast við strax. Við höfum góðar aðstæður hér á landi til að framleiða það nautakjöt sem við þurfum hér innanlands.

Það verður því að skapa nautakjötsframleiðslunni ásætt- anlegt starfsumhverfi og tryggja að þeir sem hana stunda hafi viðunandi afkomu.

Rekstur kúabúa fer hallandi

Samkvæmt skýrslu RML um rekstur kúabúa fyrir árin 2019-2021 kemur fram að framlegðarstig afurðatekna hafi lækkað frá árinu 2019, úr 53,5% niður í 51,8% árið 2021, þrátt fyrir að hagnaður búanna hafi aukist. Bendir það til þess að íslenskir mjólkurframleiðendur séu farnir að vinna utan bús í auknum mæli til að ná endum saman í rekstrinum. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að á árunum 2019-2021 hafi auknar afurðatekjur einfaldlega ekki náð að halda í hlutfallslega hækkun á aðföngum og aðkeyptri þjónustu, en á tímabilinu hækkuðu afurðatekjurnar um 9,3% en á sama tíma hækkaði breytilegi kostnaðurinn um 13,3% og annar kostnaður um 7,1%.

Á árinu 2022 og það sem af er ári 2023 hafa aðfangahækkanir haldið áfram og hafa hækkanir á áburði, kjarnfóðri, olíu o.fl., hlaupið á tugum prósenta. Staða mjólkurframleiðenda hefur því síst batnað.

Í skýrslu RML kemur einnig fram að heildarskuldir þátttökubúanna hafi verið tæplega 122 milljónir krónur að meðaltali fyrir hvert bú í lok árs 2021. Frá miðju ári 2021 hafa stýrivextir hækkað úr 1% í 7,5%, en þessi hækkun hefur þó ekki farið öll út í vaxtakjör bankanna. Ef við gefum okkur að vaxtakjör búanna í rekstrarskýrslunni hafi hækkað um 5% þá hafa vaxtagreiðslur hækkað um 6,1 milljón á ári, eða um 17 krónur á hvern lítra. Frá 1. desember 2021 hefur afurðastöðvaverð til bænda hækkað um 20 krónur. Það er því ljóst að mikið vantar upp á til að afurðatekjurnar haldi í við þær hækkanir sem bændur hafa orðið fyrir. Á skuldsettustu búunum dugar hækkunin á afurðaverði því ekki fyrir hækkun á vaxtaliðnum einum, og þá eru eftir allar aðrar hækkanir.

Aukin framleiðsla, minni stuðningur

Frá aldamótum hafa íslenskir mjólkurframleiðendur brugðist við aukinni eftirspurn mjólkur með auknum framförum í afköstum og framleitt mjólk upp í heildargreiðslumark sem er í dag 149 milljónir lítra en var 100 milljónir lítra árið 2000. Á sama tíma hefur heildar ríkisstuðningur við nautgriparæktina lækkað um þrjá milljarða, sbr. mynd hér að neðan. Stuðningsgreiðslur á hvern lítra hafa þannig lækkað úr 103 kr./ltr. niður í 49,8 kr./ltr. sé gert ráð fyrir því að heildarstuðningur nautgriparæktarinnar deilist allur á greiðslumark hvers árs, en það gerir hann í raun ekki og dreifist einnig á allt nautakjöt sem framleitt er hér á landi. Þessu til viðbótar hafa tollkvótar verið auknir og sú tollvernd sem er til staðar hrunið að raunvirði.

Nú er endurskoðun búvörusamninga hafin. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld setji aukið fjármagn í búvörusamninga til að tryggja framleiðslu og til að bæta afkomu bænda.

Endurskoðun búvörusamninga

Nú er endurskoðun búvörusamninga hafin. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld setji aukið fjármagn í búvörusamninga til að tryggja framleiðslu og til að bæta afkomu bænda. Viðunandi afkoma er forsenda þess að greinin geti þróast áfram, og bændur geti haldið áfram að framleiða gæðaafurðir við góðan aðbúnað. Trygg afkoma og fyrirsjáanleiki er einnig forsenda þess að tryggja nýliðun. Nú þarf að snúa þróuninni við og efla innlenda landbúnaðarframleiðslu og um leið að efla fæðuöryggi þjóðarinnar. Samhliða verjum við þau fjölmörgu afleiddu störf sem landbúnaðurinn skapar. Ef stjórnvöldum er alvara í að efla fæðuöryggi þá er tækifæri til þess núna, í endurskoðun búvörusamninga.

Skylt efni: fæðuöryggi

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...