Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bjartsýni og sókn
Skoðun 3. apríl 2014

Bjartsýni og sókn

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fagþing kúabænda var haldið á Hótel Sögu í síðustu viku og aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn í kjölfarið. Bæði á Fagþinginu og á aðalfundinum komu greinilega fram þeir miklu möguleikar sem nú eru til uppbyggingar í greininni. 
 
Það er ekki nóg með að MS hafi lýst því yfir að öll mjólk yrði keypt á fullu afurðastöðvaverði, heldur er einnig ljóst að verulega þarf að gefa í varðandi framleiðslu nautakjöts á næstu misserum. Vart er hægt að túlka þetta öðruvísi en sem gleðitíðindi fyrir mjólkurframleiðslu og nautgriparæktina í heild sinni.
 
Með yfirlýsingu MS er bændum gefin skýr bending um að bregðast við óskum um aukna mjólkurframleiðslu. Hægt sé að selja alla mjólk sem mögulegt er að framleiða og rúmlega það. Ástæðan er verulega breytt neyslumynstur Íslendinga og stóraukin sala vegna fjölgunar ferðamanna. 
 
Krafa um aukna mjólkurframleiðslu þýðir væntanlega um leið að full þörf sé orðin á að endurskoða það kerfi sem við lýði hefur verið. Það var sniðið á tímum offramleiðslu og byggðist fyrst og fremst á því að draga úr og takmarka mjólkurframleiðslu svo ekki hlæðust upp heilu fjöllin af smjöri. 
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hafði á orði varðandi aukinn fjölda ferðamanna við annað tækifæri að passa yrði upp á að þessi sívaxandi hópur ferðamanna, sem vigtaði um 60 þúsund tonn, rýrnaði ekki við dvölina á Íslandi. Því þyrfti bændur að hafa sig alla við á næstu misserum og árum til að geta boðið nægt fæðuframboð. Kom þetta fram við verðlaunaafhendingu á Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
 
Þarna er augljóslega ánægjulegt vandamál að kljást við sem felur í sér mikla sókn. Kúabændur og ræktendur holdanauta ræða því af mikilli alvöru hvernig best sé að bregðast við. Hluti af því er ósk um innflutning á erfðaefni til endurnýjunar í holdanautgripa­stofninum sem hér er. Það er hins vegar viðkvæmt mál á margan hátt sem fljótlega þarf þó að taka afstöðu til. Málin eru því ekki alltaf einföld. 
 
Landssamtök sauðfjárbænda halda líka sinn aðalfund um komandi helgi. Þar er einnig uppi bjartsýni og hugur til sóknar. Nýting afurða sauðkindarinnar hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum. Þar má samt líka gera enn betur.
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...