Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bölvun hestamannamótanna
Skoðun 3. júlí 2014

Bölvun hestamannamótanna

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Verandi Skagfirðingur að ætt og uppruna er ég oft spurður hvort ég sé ekki hestamaður. Ég svara því játandi en bæti þó yfirleitt við að ég hafi lítið stundað hestamennsku síðustu ár, frá því að ég flutti til höfuðborgarinnar um aldamótin síðustu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að ég fylgist með hestamennsku, í það minnsta með öðru auganu.

Ég hef farið á allnokkur hestamannamót um dagana. Flest hafa þau verið á Vindheimamelum í Skagafirði enda stutt að fara heiman að frá mér á sínum tíma. Það getur verið gaman á hestamannamótum, þegar sól skín og hross sýna sparihliðarnar. En það er líka jafn andskoti ömurlegt þegar veðrið leikur mótsgesti grátt.

Fyrir rúmum 20 árum var ég mættur á fjórðungsmót norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum. Mótið var haldið dagana 30. júní til 4. júlí 1993. Það mót er mér minnisstætt umfram önnur mót sem ég hef farið á. Ekki vegna þess að hestakosturinn hafi verið með slíkum ósköpum góður eða stemmingin hafi verið slík heldur vegna þess að veðrið var með slíkum og þvílíkum endemum ömurlegt að ég hélt að ég yrði úti.

Þegar ég skoða veðurkort frá þessum tíma staðfesta þau alveg upplifunina. 1. júlí hefur verið um 6 stiga hiti á hádegi, rigning og norðvestanátt upp á 7 metra á sekúndu. Þó að það komi ekki fram á kortinu er ég nærri öruggur um að þegar kvöldaði breyttist úrkoman í slyddu. Á þessum árum var ég nú ekki farinn að smakka áfengi en ég man þó að veðrið var með þeim ósköpum að mestu brennivínsberserkir höfðu ekki einu sinni úthald í að drekka á kvöldin. Ekki man ég hvort gestir gistu í tjöldum en köld hefur sú vist verið.

Á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum árið 2008 gerði slíkt og þvílíkt aftakaveður að ræsa þurfti út björgunarsveitir til aðstoðar. Vindhviður fóru allt upp í 50 m/s á Suðurlandi þarna í byrjun júlí og á Gaddstaðaflötum var gjörsamlega allt á tjá og tundri. Tjöld fuku, tjaldvagnar rifnuðu í sundur og ekki sást út úr augum fyrir moldroki. Reynt var að keyra knapa og hesta áfram í vitlausu veðri og var það gagnrýnt harkalega. Ekki man ég hvað ég var að gera þessa júlíbyrjun fyrir sex árum en mikið er ég feginn að ég var ekki á Gaddstaðaflötum.

Og nú stendur yfir Landsmót á Gaddstaðaflötum enn á ný. Nú er það ekki rokið sem gerir fólki lífið leitt heldur úrkoman. Það er búið að rigna eldi og brennisteini í þrjá daga á landsmóti þegar þetta er skrifað. Einn landsmótsgestur fullyrti við mig að hann hefði séð silung synda framhjá öxlinni á sér í gær. Dagskrá er öll úr skorðum gengin og ljóst að mótshaldarar og keppendur þurfa að halda gríðarlega vel á spöðunum til að takast megi að klára mótið með eðlilegum hætti. Sem betur fer er veðurspá þó nokkuð betri fyrir næstu daga og komandi helgi.

Í þessu ljósi hlýtur að vera borðleggjandi að þegar farið verður að huga að næsta landsmóti verði það fyrsta verk framkvæmdaaðila að semja við nýja styrktaraðila. Mætti ég stinga upp á 66°Norður, Ellingsen og Cintamani, svona til að byrja með.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...