Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brettum upp ermar
Mynd / HKr.
Skoðun 6. febrúar 2020

Brettum upp ermar

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands - gst@bondi.is

Ímynd íslensks landbúnaðar og ímynd okkar bænda hefur um langt skeið verið í umræðunni. Einungis lítill hluti þjóðarinnar hefur bein tengsl við landbúnað og þekkir því skiljanlega misvel til framleiðslu landbúnaðarafurða. Því hefur um nokkurra ára skeið verið lögð áhersla á að efla þekkingu almennings um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og þau tækifæri og möguleika sem felast í innlendri matvælaframleiðslu. 

Ímynd landbúnaðar sneri um tíma að aðbúnaði og umhirðu búfjár, ásýnd býla og framleiðsluumhverfi matvæla öðru fremur. Bændur höfðu nokkuð góða yfirsýn um hvað það var sem þurfti að gera og við hverju þurfti að bregðast væri einhverju ábótavant í þeim efnum. Hlutaðeigandi stofnanir komu þar að málum eins og t.d Matvælastofnun ef taka þurfti á velferðarmálum og félagasamtök bænda hvöttu menn til að huga að ásýndar­málum. 

Ímyndarmál dagsins í dag snúa í auknum mæli að umhverfismálum, landnýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda en landbúnaðurinn á heimsvísu veldur talsverðum hluta af losun  gróðurhúsalofttegunda í heim­inum.

Skortir betri gögn og rannsóknir

Umræðan hefur verið heldur erfið fyrir landbúnaðinn á Íslandi þar sem talsvert vantar upp á gögn og rannsóknir hérlendis. Þær viðmiðanir sem notaðar eru í útreikningi á losun landbúnaðar eru ekki nógu nákvæmar en með frekari rannsóknum mætti byggja betur undir þekkingu á losun hérlendis. Helstu þættir losunar í landbúnaði eru frá búfénaði, meðhöndlun og geymslu búfjáráburðar, notkunar tilbúins áburðar og landnotkunar sem misjafnt er hvort og hvernig er tekin með í reikninginn. Landfræðilegur breytileiki og misjafnar vinnsluaðferðir hafa einnig áhrif á losun innlendra búa. 

Mikil umræða hefur átt sér stað  um losun framræsts lands og áreiðanleika losunartalna sem og það hvort flatarmálstölur séu réttar og þá hvort sambærileg losun sé úr nýlega framræstu landi og því sem ræst var fram fyrir áratugum. Það er því flókið að reyna að henda reiður á því hvernig staðan raunverulega er.

Það er þó morgunljóst að hvernig sem rannsóknir og gögn koma til með að líta út þegar fram líða stundir getur landbúnaðurinn engan veginn beðið eftir því að grípa til aðgerða. Framleiðsla matvæla er þjóðinni mikilvæg og að dregið verðið úr losun við framleiðsluna er nauðsynlegt. 

Metnaðarfull umhverfisstefna verður rædd á Búnaðarþingi

Metnaðarfull umhverfisstefna landbúnaðarins sem fjallað verður um á Búnaðarþingi er grunnur að aðgerðaáætlun landbúnaðarins sem við vonumst til að geta hrint í framkvæmd í samstarfi við stjórnvöld. Tíminn til að ræða málin, hugsa sig um og staldra við er liðinn. Það er ekki ráðlegt að bíða lengur og hvert árið sem við látum líða án aðgerða kostar okkur meira þegar upp verður staðið.  Við getum ekki beðið eftir að gögnin verði leiðrétt og endurmetin. 

Við getum hafið aðgerðir þó svo að skilgreiningar á losun lands séu ekki alveg réttar. Við búum þó það vel að talsvert er vitað um hvernig draga má úr losun frá landbúnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vann greiningu á losun frá fimm býlum og á þeim gögnum má byggja auk vegvísis sem þar hefur einnig verið unninn.

Ímynd okkar til framtíðar kemur til með að byggja meðal annars á því hvernig við tökumst á við loftslagsvanda framtíðarinnar. Innan landbúnaðarins eru nú þegar framleiðendur sem vinna ötullega að því að fara sem best með þær auðlindir sem hér eru. Endurnýting vatns, áburðar og jarðvarma eru til dæmis nýttar af blómaræktendum og þar liggja án efa enn frekari möguleikar til aukinnar framleiðslu í garðyrkju á sambærilegan hátt.  

Nýsköpun, þróun og sjálfbærni

Með aukinni eftirspurn og breyttu neyslumynstri hljótum við að geta ýtt enn frekar undir nýsköpun og framfarir til þróunar á íslenskri vöru. Með samstilltu átaki bænda og búgreina og með því að nýta til fulls þá þekkingu sem nú þegar er til innan landbúnaðar eru okkur allir vegir færir. 

Lítum í eigin barm og hugsum út frá okkar búi, hvernig getum við byrjað að draga úr losun því allt skiptir máli. Leggjumst svo öll á sveif með að fá íslensk stjórnvöld með okkur í lið að hefja aðgerðir því það er ekki eftir neinu að bíða. Með góða búskaparhætti, vandaða vöru og öflugar aðgerðir í átt til sjálfbærni, sköpum við ímynd íslenskra bænda til framtíðar. Brettum upp ermarnar og förum í verkið. 

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...