Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eignaupptaka
Skoðun 1. júní 2018

Eignaupptaka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það er afar áhugavert að fylgjast með tölum Seðlabanka Íslands um verðbólgu á Íslandi þessa dagana í samanburði við tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þó okkur sé talin trú um að hagspekin sé sú sama þá er niðurstaða hagfræðinga hvort sínum megin Atlantsála gjörólík.

Seðlabanki Íslands segir okkur að hamingja okkar felist í þeirri einstöku snilld að halda stýrivöxtum eins háum og mögulegt er. Það hafi hemil á efnahagslífinu og dragi úr þenslu og hættunni á verðbólgu.

Stýrivextirnir, sem nú má ekki kalla annað en meginvexti, eru 4,25% og hafa ekkert breyst síðan 18. apríl. Lengst af á síðustu misserum hafa þeir reyndar verið yfir 5%. Svo segir Seðlabankinn  okkur að verðbólgan sé 2,3% og þá er að sjálfsögðu reiknað samkvæmt séríslenskri hagspeki með húsnæðisliðinn inni í jöfnunni, sem önnur Evrópulönd gera ekki. Þannig fá stjórnendur banka heimild til að reikna 2,3% verðbólgu ofan á öll verðtryggð lán landsmanna og glotta út í annað. Enda skiluðu fjármálastofnanir hver um sig tugum milljarða í gróða á síðasta ári og gera enn. Því hærra sem húsnæðisverð skrúfast upp, því meira græða bankarnir.

Það má kannski segja að 2,3% verðbólga sé ekki mikið ef miðað er við þá klikkuðu rússíbanareið sem Íslendingar hafa siglt í gegnum á liðnum áratugum. Samt eru 2,3% verðbólguvextir hreint vaxtaokur þegar undir liggja 4,25% stýrivextir. Svo þykjast menn vera hissa á því að í þessu „gargandi góðæri“ séu þúsundir Íslendinga að berjast í bökkum.

Það þarf ekki að fara langt til að sjá í hverju blekkingin liggur. Þar nægir að fara inn á vefsíðu Eurostat. Þar er útlistuð reiknuð árleg verðbólga í öllum Evrópusambandsríkjunum, auk Noregs, Sviss og Íslands. Það er samt greinilega eftir allt annarri formúlu en Seðlabanki Íslands og Hagstofan leyfa sér að nota. Eurostat notar samræmda neysluvísitölu (Harmonised Index of Consumer Prices - HICP), líkt og hér er gert, en innihald vísitölunnar er augljóslega ekki það sama.

Samkvæmt Eurostat ríkir verðhjöðnun á Íslandi en ekki verðbólga. Að bregðast við slíku með háum stýrivöxtum hefur aldrei þótt góð latína og raunar að flestra mati stórhættuleg hagstjórn. Það mun fyrr en seinna hafa skelfilegar afleiðingar. Bakslag í þenslunni sem hér hefur skapast vegna stöðugrar aukningar ferðamanna, kann að verða þúfan sem veltir því hlassi sem þessi stefna hefur hlaðið upp.
Eins og áður sagði mælir Seðlabankinn verðbólguna nú 2,3% og hefur hún lækkað um 0,5 prósentustig síðan í mars. Hjá Eurostat mælist verðbólgan á Íslandi alls ekki 2,3% heldur -0,7%. Í apríl 2017 var hún -0,8% og -2,2% í nóvember. Verðbólgan á Íslandi er búin að vera neikvæð í öllum mánuðum frá áramótum ef undan er skilinn mars, samkvæmt tölum Eurostat. Hún var -0,7% í janúar, -1,0% í febrúar,  +0,3% í mars og -0,7% í apríl. Hvergi í Evrópusambandslöndunum er jafn mikil verðhjöðnun og hér og það er aðeins í tveim ríkjum ESB sem ríkir verðhjöðnun, það er á Írlandi -0,1% og -0,3% á Kýpur. 

Einhver kann að spyrja hvort þetta sé bara ekki hið besta mál. Verðbólgan bara enn minni en Seðlabankinn segir okkur.  – Nei, svo huggulegt er það ekki. Þetta segir einfaldlega það að með þeim reikningskúnstum sem hér eru viðhafðar er búið að stela af skuldurum á Íslandi þessum mismun. Í apríl munar þar 3 prósentustigum sem notuð eru til að skrúfa upp lán á 4,25% stýrivaxtagrunni. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka og rán um hábjartan dag og þetta er búið að stunda árum saman – og allt með samþykki Alþingis. 

Skylt efni: Peningar | gengi

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...