Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frábært veður
Skoðun 17. júlí 2014

Frábært veður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt ætla mætti að allt væri að fara til andskotans út af rigningu á Íslandi þessar vikurnar er langur vegur frá því að sú sé raunin ef horft er á allt landið. Austfirðingar, Norðlendingar og jafnvel Vestfirðingar hafa oft á tíðum verið í bærilegu veðri í sumar og íbúar á norðausturhorninu jafnvel í afburðablíðu og sólskini. Þar er hins vegar lítið um útvarps- og sjónvarpsstöðvar, enda eru þær flestar á rigningarsvæðinu í Reykjavík.

Þó að fréttamönnum hætti til að grípa það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst, eða þannig, er það samt ekki af eintómum illvilja sem fréttir virðist oft snúast um naflaskoðun höfuðborgarbúa. Oft er ókunnugleika fréttamanna um að kenna en það þarf samt tvo til og stundum fleiri til að frétt eða umfjöllun verði að veruleika og komist á prent eða út á öldur ljósvakans. Því er mjög mikilvægt að fólk utan höfuðborgarsvæðisins sé duglegt við að koma góðum fréttum á framfæri og miðli þeim þannig til annarra.

Bændablaðið hefur í þessu efni notið dyggrar aðstoðar fólks um allt land og því þurfum við sem þar störfum ekki mikið að kvarta. Miklu frekar að þakka dyggan stuðning og umhyggju landsmanna fyrir heimabyggðum sínum og málefnum þeirra. Samt getur stundum skort nokkuð á að upplýsingagjöf frá sumum svæðum sé í lagi þó að eftir henni sé leitað.

Ef fólki sýnist að því sé illa sinnt hvað frásagnir af atburðum varðar á það hiklaust að taka upp símann og láta okkur vita eða senda tölvupóst. Það er nefnilega þannig að það sem menn halda bara fyrir sig getur aldrei orðið frétt eða frásögn. Samt er það líka stundum þannig að þó að einhver telji sig vera með stórmál í höndum getur það verið skotið í kaf við nánari skoðun af þeim sem betur þekkja til. Það kemur líka oft fyrir að við sem störfum í þessum geira drögum rangar ályktanir og ekkert verður úr umfjöllun af þeim sökum. Enginn er óskeikull í þessum efnum frekar en öðru.

Hvað sem öllum slíkum vangaveltum líður þá verður gott veður á Íslandi næstu vikurnar, aðeins mismunandi gott eftir svæðum.

Allt veður hefur sinn sjarma hvað ásýnd landsins varðar. Það er ekki síst sá veruleiki sem gerir það svo skemmtilegt að ferðast um landið, sem er aldrei eins frá einum degi til annars. Njótum veðursins!

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...