Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Harður heimur
Skoðun 12. mars 2018

Harður heimur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslenskir bændur standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, en á nýafstöðnu Búnaðarþingi var ekki að heyra neina uppgjöf heldur þvert á móti. Það sem meira er, að ályktanir þingsins eru um margt ákveðnari og lausnamiðaðri en oft áður.

Það er alveg ljóst að íslenskir bændur eru ekki eftirbátar kollega sinna um allan heim þegar kemur að því að framleiða hágæða matvöru og vilja til að tryggja samlöndum sínum fæðuöryggi. Í heimi frjálsra viðskipta milli landa þá hafa ýmsir hagsmunaaðilar samt oft gert lítið úr hugtakinu fæðuöryggi. Það væri eitthvað sem tilheyrði fortíðinni og ætti ekkert erindi í heimi frjálsra milliríkjaviðskipta þar sem unnið væri hörðum höndum að því að brjóta niður alla tollmúra. Gallinn við þessa hugmyndafræði viðskiptagúrúa er að hún gengur bara ekki upp í raunheimi venjulegs fólks. Á átakasvæðum víða um heim og þar sem breytingar á veðurfari eru að hafa mikil áhrif á landbúnað og þar með matvælaframleiðslu, er upplifunin því miður ekki glæsileg. Milljónir manna upplifa hungur á hverjum einasta degi og lífsbarátta þess snýst ekki um glæsikerrur, hátæknihúsbúnað eða nýjustu fatalínutískuna, heldur einfaldlega mat og vatn.

Í Bændablaðinu í dag má sjá frétt sem greinir frá því að fæðuöryggi íbúa AusturAfríku sé víða ótryggt. Verðhækkun á korni og ófriður á svæðinu er helsta ástæða þess. Stór hluti íbúa landa eins og Búrúndi, Úganda og Sómalíu þarf mataraðstoð til þess einfaldlega að halda lífi. Milljónir manna hafa misst heimili sín og möguleika á að stunda búskap sér til lífsviðurværis. Vegna skorts á mat hefur verð á honum víða margfaldast og svartamarkaðsbrask með matvöru er mikið. Niðurfellingar á tollum hjálpa þessu fólki ekki neitt, þar sem markaðurinn er hvort sem er í rúst. Hins vegar geta tollaniðurfellingar eyðilagt þann litla sjálfsbjargarvott sem illa staddur landbúnaður í þessum ríkjum býr þó enn yfir. Hann getur ekki á nokkurn hátt keppt við fjöldaframleiddar afurðir iðnríkjanna. Þetta er sá ískaldi veruleiki sem almenningur í þessum hrjáðu löndum býr við. Það mættu þeir sem búa í vellystingum alla daga hafa í huga þegar af glannaskap er vaðið áfram í samningum er snerta samkeppnismöguleika innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi.

Það eru þó ekki bara tollar sem skipta máli þegar rætt er um samkeppni á jafnréttisgrunni. Varðandi Ísland ætti málið að vera nokkuð augljóst en virðist samt ekki hafa verið það í skilningi þeirra sem ráðið hafa ferðinni. Íslendingar gera miklar kröfur um heilnæmi matvæla og heilbrigði þeirra dýrastofna og jurta sem nýtt eru til matvælaframleiðslu. Af hverju í ósköpunum gerum við þá ekki sömu kröfur til framleiðsluhátta í þeim löndum sem verið er að kaupa frá kjöt, grænmeti, ávexti og korn? Er bara allt í lagi að erlendir framleiðendur geti notað eiturefni og sýklalyf eins og þeim sýnist til að auka uppskeru nytjajurta og vöxt dýra á sama tíma og við krefjum íslenska bændur um að gera þetta ekki?

Á nýafstöðnu Búnaðarþingi kom m.a. fram að íslenskir bændur ætla ekki að láta hanka sig á að þeir standi ekki sína plikt varðandi litla sem enga notkun eiturefna og sýklalyfja. Þeir undirbúa nú að setja af stað vinnu þar sem allir geti sannreynt að hreinleiki íslenskra landbúnaðarafurða sé ekki bara innantóm orð. Fáum við einhvern tíma að sjá slíkt varðandi matvæli sem hingað eru flutt? 

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...