Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jafnvægi
Skoðun 16. apríl 2014

Jafnvægi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Tíminn er sannarlega afstæður og engu líkara en jörðin snúist hraðar í dag en í gær. Þó örlítið hökt verði á veðrinu nú um páskana er samt greinilegt að sumarið mun leggja vetur konung að velli innan skamms, ja, nema kannski á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þar en fannfergi enn gríðarlegt að sögn Indriða Aðalsteinssonar bónda. Vorverkin í sveitum ættu því víðast hvar að geta farið fram með nokkuð skaplegum hætti þetta árið. 
 
Talandi um vorverk, þá bólar enn lítið á raunverulegum lausnum á þeim vanda sem steðjar að bændum landsins í vaxandi mæli og lýtur að ásókn af álft og gæs. Þeim sem ferðast um landið er löngu orðið ljóst að miklu mun meira af t.d. álft hefur vetursetu á Íslandi en opinberlega er viðurkennt. Þúsundir álfta má sjá á túnum bænda allt árið um kring og í fjörum þar sem fuglinn getur nælt sér í þang til átu. 
 
Um leið og nýgræðingurinn fer að skjótast upp úr moldfinni á túnum bænda er álftin og gæsin mætt og slíta upp stráin af mikilli lagni. Á nýræktarspildum er ekki óalgengt að sjá fuglahópa svo hundruðum skiptir og alveg ljóst að slík tún verða seint sláttutæk. Bændur hafa kallað eftir heimildum til að verjast ágangi fugla með takmörkuðum veiðum. Þar er við ramman reip að draga, einkum af tilfinningalegum ástæðum. 
Gæs hefur svo sem verið veidd, en álft er í hugum flestra fugl, sem alls ekki má snerta. Þar verða menn þó að horfa til þess að alger friðun á einum stofni, sem á sér fáa eða enga náttúrulega óvini, getur leitt til mikils ójafnvægis í náttúrunni. Nægir þar að líta til friðunar á ref á stórum svæðum landsins. Hefur slíkt þegar valdið stórskaða á fuglalífi eins og margoft hefur komið fram t.d. á Hornströndum. Má því segja að hugsunarlaus friðun refs í opinberum friðlöndum hafi þegar leitt til stórkostlegs umhverfisslyss og spurning hver ætli að axla ábyrgðina af því. 
 
Það er nefnilega fleira en lömb bóndans sem verða refnum að bráð því að á matseðli hans eru ekki síður rjúpur, vaðfuglar, spörfuglar, mávar, æðarfuglar og jafnvel stöku álftarungar sem fullorðnar álftir ná ekki að verja. Þó góðum og gegnum umhverfisverndarsinnum sé kannski nákvæmlega sama um að bændur tapi tugum eða hundruðum lamba í refskjaft á hverju ári, þá verða þeir hinir sömu samt að taka afstöðu til hvar þeir standa gagnvart öðrum lífverum í náttúrunni. Þar hlýtur að verða að reyna að stuðla að jafnvægi. 
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...