Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jólasveinarnir
Skoðun 5. desember 2014

Jólasveinarnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jólasveinarnir eru synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna.

Í dag eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Mörg staðbundin nöfn

Áður gengu jólasveinarnir  undir ýmsum nöfnum sem oft og tíðum voru staðbundin, eins og til dæmis í Fljótunum þar sem nöfnin Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampa skuggi og Klettaskora koma fyrir, og í Mývatnssveit þekktust nöfn eins og Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru þeir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn en annars staðar á landinu.

Illir að eðlisfari og rógsamir

Útlit jólasveina er breytilegt í gegnum aldirnar og í eina tíð var sagt að þeir væru í mannsmynd en klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir, einkum á börn.

Í dag líkjast þeir fremur fíflalegum og hallærislegum trúðum eða búðarfíflum en ógnvekjandi tröllum.

Á leið til byggða

Til upprifjunar fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða hina sem aldrei hafa vitað það þá koma jólasveinarnir í þessari röð.

Stekkjastaur 12. dseember, Giljagaur 13. desember,
Stúfur 14. desember,
Þvörusleikir 15. desember,
Pottaskefill 16. desember,
Askasleikir 17. desember,
Hurðaskellir 18. desember,
Skyrgámur 19. desember,
Bjúgnakrækir 20. desember,
Gluggagægir 21. desember,
Gáttaþefur 22. desember,
Ketkrókur á Þorláksmessu, 23. desember, og að lokum Kertasníkir sem kemur þeirra síðastur á aðfangadag, 24. desember.

Þekktur gluggagægir

Upp úr miðri síðustu öld fara jólasveinarnir að mildast og taka á sig alþjóðlega mynd rauðhvíta jólasveinsins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum.
Íslensku jólasveinarnir halda þó þeim sið að vera hávaðasamir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börnin séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er fullkomlega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnunum að þessir ókunnugu ríflega miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum rauðum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttinni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið.


Einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...