Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
Lesendarýni 12. maí 2023

Atvinnuuppbygging í hinum dreifðari byggðum í uppnámi

Höfundur: Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Bændasamtök Íslands og fleiri aðilar, á borð við Landsvirkjun, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á raforkulögum sem opnar á að nýir notendur verði rukkaðir um óskilgreindan viðbótarkostnað.

Sigurjón Þórðarson.

Landsvirkjun bendir á að frumvarpið geti unnið gegn markmiðum um orkuskipti og samdrátt í kolefnislosun. Bændasamtök Íslands benda á hið augljósa, þ.e. að óskilgreindur viðbótarkostnaður gangi gegn markmiðum byggðaáætlunar sem og tilgreindum markmiðum sem sett eru fram í matvæla- og landbúnaðarstefnum stjórnvalda.

Það er óskiljanlegt að meirihluti atvinnuveganefndar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, í formennsku, taki í engu mið af alvarlegum athugasemdum og snúi jafnvel út úr þeim í nefndaráliti sem lagt var fram við aðra umræðu um málið á þingi.

Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!

Það á eftir að fjalla um málið í þriðju umræðu á þingi og mikilvægt er að ná fram breytingum á málinu, þannig að framþróun og nýsköpun á landsbyggðinni sé ekki sett í uppnám. Svo undarlegt sem það nú er að á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út opna gjaldheimtu á nýsköpun í hinum dreifðu byggðum, þá er formaður Framsóknarflokksins með frumvarp sem kallast Samþætting áætlana.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...