Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Eyjafjörður úr flugvél. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar,“ segir Helga Þórisdóttir í grein sinni.
Eyjafjörður úr flugvél. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar,“ segir Helga Þórisdóttir í grein sinni.
Mynd / ghp
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Höfundur: Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi.

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir sér hvað hefur staðið upp úr á lífsleiðinni.

Helga Þórisdóttir.

Eitt af því er að hafa verið ung send í tvígang í sveit. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar, út í tveggja mánaða óvissu. Aldeilis engu þurfti ég að kvíða – enda tekið opnum örmum í fjölskyldu heiðurshjónanna Hauks Steindórssonar heitins og Mörtu Gestsdóttur á Þríhyrningi í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Að læra til verka í sveitinni var betri skóli en orð fá lýst. Að vakna til morgunmjalta og sinna eftirmiðdagsmjöltum. Að læra að setja mjaltavélina á spenana. Að moka flórinn. Að læra nöfnin á kúnum 37. Að fara upp á heiði með kindurnar. Að drífa sig út á tún og ná inn heyinu áður en fór að rigna. Að vera úti á túni með hrífu og laga garðana. Að gefa heimalningnum. Að knúsa hundana og fara í útreiðatúra. Þvílíkar minningar og þvílík forréttindi að fá að kynnast lífinu í sveitinni.

Svona lífsreynsla leiðir til djúps skilnings á því mikilvæga og stórkostlega starfi sem bændur vinna. Skilnings á fórnfýsi og skuldbindingu, því dýrin þurfa umönnun og túnin þurfa viðhald.

Í sveitinni verða til afurðirnar sem við borgarbörnin þurfum á að halda. Þar verða til afurðirnar sem skara fram úr í öllum alþjóðlegum samanburði, hvort sem um mjólkina okkar góðu er að ræða, ostana okkar, mjólkurafurðirnar allar og óviðjafnanlega kjötið. Vandfundin eru í heiminum önnur eins gæði og íslenska lambakjötið – enda vandfundin betri og hreinni náttúra en okkar góða land hefur upp á að bjóða.

Þessu öllu þurfum við að hlúa að. Passa að starfsskilyrði bænda séu ásættanleg. Passa að við getum styrkt enn frekar þá góðu vinnu sem á sér stað í sveitum landsins. Passa að umgjörðin sé styrkt þannig að sem flestir bændur geti selt vöru sína undir merkjunum beint frá býli – stuðla að því að styrkur okkar og gæðin í sveitinni séu gerð sem flestum aðgengileg.

Mér finnst hvergi betra að vera en í íslenskri sveit. Himnaríki fyrir mér er að liggja í grasinu og heyra í lóunni og hrossagauknum. Í sveitinni næ ég að kjarna mig. Þar fæ ég þann kraft sem þarf til að sinna mikilvægum verkefnum.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...