Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar
Lesendarýni 1. mars 2024

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar

Höfundur: Stefán Tryggva- og Sigríðarson, einyrki, sérvitringur og áhugamaður um framtíðina.

Þess gætir í vaxandi mæli í þjóðfélaginu að dregnar eru upp sviðsmyndir sem í eðli sínu er erfitt að standa gegn en eru þó í litlum tengslum við raunveruleikann þegar betur er að gáð. Þetta á ekki síst við um nýtingu lands.

Mikil áhersla er lögð á fæðuöryggi þjóðarinnar og undir þeim merkjum er mikil tilhneiging til að „vernda“ svokallað gott landbúnaðarland. Meðþvíaðalaáóttaumað fæðuöryggi þjóðarinnar sé ógnað, komi til einangrunar landsins af völdum styrjalda, farsótta eða náttúruvár, þurfi að leggja vinnu í að flokka land og skipuleggja varðveislu þess. Þessar raddir er helst að finna meðal bænda, sem telja sér trú um að slíkur málflutningur auki samúð með greininni og auki jafnframt líkur á að opinbert fjármagn fáist til landbúnaðarins. Sveitarstjórnarmenn og popúlískir stjórnmálaflokkar hafa einnig lagst á þessar árar enda auðvelt að telja þjóðinni trú um að ekki vilji þjóðin nú svelta ef til hallæris kemur.

Að mínu viti er einkum tvennt sem full ástæða er til að gera athugasemd við varðandi umræðuna um fæðuöryggi þjóðarinnar. Annars vegar er það sú staðreynd að íslenskur landbúnaður, og reyndar öll íslensk matvælaframleiðsla, er mjög tæknivædd og háð innfluttum hráefnum og íhlutum.

Komi til þeirra aðstæðna að flutningar til landsins stöðvist um lengri tíma (sem er afskaplega ólíklegt) verður skortur á varahlutum og sértækum hráefnum það sem frekast stöðvar framleiðslu innanlands og á miðunum kringum landið. Við getum að sjálfsögðu átt birgðir af olíu, sáðkorni, áburði, lyfjum og varnarefnum en tæknin fer fljótt að hökta, ekki síst ef netsamband rofnar. Það er ekki lengur nóg að eiga járn í landinu til að smíða skeifur og ljái. Gildi núverandi innlendrar matvælaframleiðslu er þannig ekki það bjargráð sem margir predika þessa dagana komi til einangrunar landsins.

Hitt atriðið sem full ástæða er til að gera athugasemd við er sú ofstjórnartilhneiging sem vart verður í umræðunni þessi misserin og hefur ekki síst beinst að andstöðu við skógrækt. Fyrirkomulag leyfisveitinga varðandi skógrækt er orðinn hluti af umræðu um fæðuöryggi þjóðarinnar og lýsir sér í ótrúlegum hindrunum við að hefja skógrækt, á sama tíma og bændur bylta landi sínu, grafa skurði og rækta tún með einsleitum innfluttum tegundum, án allra leyfa. Það er að verða útbreidd skoðun að land sem plantað hefur verið skógi sé ekki endurnýtanlegt til annarrar ræktunar. Stundum finnst manni að innlendir aðilar hafi aldrei séð fréttir um stórfellt skógarhögg í Amasonskóginum til ræktunar pálmatrjáa og maís.

Hvenær á skipulag við?

Margir telja að skipulag sé lausnarorðið. Ekkert mál sé að setja í aðalskipulag, svæðaskipulag og landsskipulag texta sem kveður á um hvar hvað megi gera. Og er ég þá ekki bara að tala um skógrækt. En það er eins og menn gleymi því að við höfum þrátt fyrir allt stjórnarskrá sem m.a. kveður á um friðhelgi eignarréttarins og atvinnufrelsi manna. Til að víkja frá þessum grundvallarréttindum gerir löggjöfin ráð fyrir að uppfylla þurfi ströng skilyrði þar sem almannaréttur og sérstakar lagaheimildir vega þyngst.

Að sjálfsögðu eigum við áfram að setja almannaheill í öndvegi. Atburðirnir á Reykjanesi minna okkur hins vegar á að við höfuð vanrækt að horfa á stóru myndina þ.e. að taka tillit til náttúrufarslegra aðstæðna við val á byggingarsvæðum og staðsetningu innviða í almannaþágu. Við höfum þvert á móti verið upptekin við að leggja steina í götu granna okkar ef þeim hugnast að nýta land sitt með öðrum hætti en ríkjandi viðhorf gera ráð fyrir.

Það má ljóst vera að lög geta ekki bannað tiltekna notkun á landi, undir því yfirskini að um dýrmætt landbúnaðarland sé að ræða og fært það einstökum bændum til nýtingar. Sumir halda því reyndar fram að betra sé að landið fari í sinu, heldur en að það sé nýtt undir golfvöll eða sumarhúsabyggð svo dæmi sé tekið, því mikilvægt sé að eiga landið óskert ef til þess kemur að nýta þurfi það til matvælaframleiðslu síðar meir.

Hér tekur ofstjórnin öll völd á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Í landinu er miklu meira ræktanlegt land til staðar en þarf til að brauðfæða þjóðina. Efist menn um þessa fullyrðingu mína ráðlegg ég þeim að aka um Dalina og Húnavatnssýslur svo einhver dæmi séu nefnd.

Þörf á að uppfæra stjórnvöld

Það er svo kafli út af fyrir sig hvers vegna stjórnvöld, með matvælaráðuneytið og nýju stofnunina Land og skóg í fararbroddi, leggja ofuráherslu á landbúnaðarlandnýtingu sem miðar að framleiðslu á fóðri fyrir jórturdýr. Það er eins og upplýsingar um hækkandi hitastig á jörðinni hafi farið fram hjá ráðamönnum, að nú sé að mestu samstaða um það meðal helstu vísindamanna að draga þurfi úr fæðunotkun úr efsta þrepi fæðukeðjunnar, ekki síst neyslu á rauðu kjöti, og að það sé samstaða meðal þjóða að ekki einungis beri að vernda skóga, heldur sé stóraukin ræktun þeirra einhver virkasta aðgerðin til að binda koltvísýring til lengri tíma litið.

Það væri stjórnvöldum til mikils sóma ef þess sæi stað í stefnumörkun um umhverfismál að Ísland vilji vera fremst meðal þjóða og setja landnýtingu í anda baráttunnar gegn hlýnun jarðar í forgang í stað úreltra viðhorfa um ræktun jarðargróða til kjötframleiðslu.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...