Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Frá aðalfundum skógarbænda
Lesendarýni 20. maí 2024

Frá aðalfundum skógarbænda

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS) var haldinn á Hótel Stracta laugardaginn 4. maí. Á fundinn mætti alls 21 gestur.

Ragnheiður Aradóttir.

Gestir fundarins voru Ágúst Sigurðsson, forstjóri Lands og skóga, og Hjörtur Bergmann Jónsson, nýkjörinn formaður Skógardeildar BÍ. Í upphafi fundar flutti Ágúst erindi og fór yfir starfið sem unnið er hjá stofnuninni og þá aðlögun sem fram undan er, eftir sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Að því loknu svaraði hann spurningum úr sal. Í lok fundar flutti Hjörtur einnig erindi um starfið hjá SkógBÍ og áskoranirnar sem fram undan eru og svaraði spurningum. Var almenn ánægja fundargesta með bæði erindin.

Formaður FsS fór yfir starfið á árinu og er þar helst að nefna Skógardaginn sem haldinn var í einmuna veðurblíðu á Suðurlandi 23. ágúst. Farið var í ferð um nytjaskógrækt í uppsveitir Árnessýslu. Heiti skógardagsins var „Skógur nú og til framtíðar“ og var öllum helstu aðilum í skógargeiranum á Suðurlandi boðið í ferðina, sem heppnaðist einstaklega vel. Ferðin var kostuð af Félagi skógarbænda á Suðurlandi og var frítt fyrir alla þátttakendur. Þá má næst nefna hina árlegu skógar- göngu í júní sem að þessu sinni var farin að Uppsölum í Fljótshlíð þar sem Steinunn og Ísólfur Gylfi tóku á móti gestum og sýndu skóginn sinn. Þá var fræðslu- og umræðufundur haldinn á Reykjum á vormánuðum þar sem umræðuefnið var umhirða skóga og var sá fundur vel sóttur. Þrír leshópar eru starfandi innan félagsins og er áhugi fyrir því að stofna fjórða leshópinn fljótlega. Leshóparnir koma saman nokkrum sinnum á ári og fjalla um málefni sem varða hina ýmsu þætti skógræktar í víðu samhengi og skoða skógræktina hjá félögum sínum. Unnið er að þriggja ári verkefni í afurða- og markaðsmálum sem félagið stendur fyrir. Leitað skal að vöruflokkum/ úrvinnsluleiðum sem koma til greina í úrvinnslu skógarafurða. Verkefnið, sem fékk nafnið „Úr skógi“ verður unnið í þremur þrepum á jafnmörgum árum. Haldinn var almennur fundur um skógrækt á Hótel Höfn 23. apríl sl. Fundarefni var staðan í skógrækt í Sveitarfélaginu Hornafirði. Horft til framtíðar.

Breytingar á stjórn frá fyrra ári eru þær að í stað Rafns A. Sigurðssonar í aðalstjórn kemur inn Októ Einarsson en Rafn fer í varastjórn. Þórarinn Þorfinnsson víkur úr varastjórn. Stjórnina skipa þá, í aðalstjórn eru Björn Bjarndal Jónsson, formaður, Ragnheiður Aradóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Októ Einarsson. Varastjórn skipa Rafn A. Sigurðsson, Agnes Geirdal og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.

Austurland

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi (FsA) var haldinn á Eiðum fimmtudaginn 18. apríl.

Halldór Sigurðsson.

Mættir voru 34 félagar og tveir gestir, Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar BÍ (SkógBÍ) og Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur um umhverfismál hjá BÍ. Maríanna formaður setti fundinn, Bjarni G. Björgvinsson stjórnaði fundi og Halldór ritaði fundargerð.

Stjórn var óbreytt milli ára, Maríanna Jóhannsdóttir, formaður, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Þórhalla Þráinsdóttir, Þorsteinn Pétursson og Halldór Sigurðsson.

Stóru verkefni félagsins eru annars vegar Skógardagurinn mikli sem haldinn var í Hallormsstaðaskógi 24. júní 2023, sem allt að 2.000 manns sóttu. Margir úr samfélaginu komu að skipulagningu og framkvæmd dagsins. Meðal nýbreytni á síðasta ári var aðkoma Náttúruskólans. Hinn stóri viðburðurinn er Jólakötturinn sem á síðasta ári var haldinn í þéttbýlinu, í húsi Landsnets. Það var líklega sett nýtt met í aðsókn og samstarfið við Landsnet var mjög gott og vonandi verður hægt að halda Jólaköttinn aftur að ári á sama stað. Vinnuframlag félagsmanna FsA í báðum þessum viðburðum skiptir miklu máli og þeim sem komu að þeirri vinnu eru færðar þakkir fyrir. Farin var hópferð á málþing skógarbænda sem haldið var á Varmalandi í Borgarfirði í október sl.og þótti það vel heppnað.

Sex fulltrúar frá FsA, sem jafnframt eru í BÍ, fóru á deildarfund búgreinadeilda BÍ. Jói Gísli lét af störfum sem stjórnarformaður LSE og formaður skógarbændadeildar BÍ. Voru honum þökkuð góð störf. Bjarni G. Björgvinsson er nú fulltrúi FsA í stjórn SkógBÍ. Frá FSA fóru tillögur fyrir deildafundinn: Annars vegar um eignarhald bænda á kolefnisbindingu í bændaskógrækt og hins vegar um Skógaskrá, þar sem skorað var á Land og skóg að fylgja því eftir að skógarskrá verði uppfærð og aðgengileg eins og lög gera ráð fyrir – lög nr. 33 frá 15. maí 2019, 8. grein. Félagið hefur gert athugasemdir við taxtaútreikninga mörg sl. ár og ítrekaði FsA skoðun sína að fara þurfi ítarlega yfir þann grunn sem liggur til grundvallar töxtum í bændaskógrækt. Lagt var til að skipa starfshóp sem fari yfir þennan grundvöll. Áfram er ágreiningur um girðingar og búfé. Þar koma margir að, bæði opinberir og einkaaðilar. Enn þá eru reglurnar þannig að það þarf að girða í kringum trjáplöntur sem plantað er í samningum eins og gilda um bændaskógrækt. Þetta verður ekki leyst nema með samtali milli þeirra sem eiga í hlut.

Sótt var um styrk til Matvælasjóðs þar sem Skógræktarfélag Íslands leiðir samstarf margra hagaðila um skógarmat; – Hvernig mun þinn matarskógur líta út?, með áherslu á Fljótsdalshérað.

Á árinu var farið í skógargöngu. Þeir Elvar, Gunnar og Brynjólfur Vignissynir hafa ræktað sérstaklega skemmtilegan skóg og útbúið sælureit við Ekkjuvatn í Fellum. Þeim var þakkað fyrir þeirra framlag. Jón Kristófer Arnarson garðyrkju- fræðingur mun halda námskeið í gerð sælureita í skóginum. Eftir framlagningu reikninga voru skýrsla og reikningar samþykkt samhljóða.

Í félagið gengu fjórir nýir aðilar. Maríanna, Halldór og Þórhalla gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Í nýrri stjórn eru Kjartan Glúmur Kjartansson, Lilja Sigurðardóttir, Sigfús Oddsson, auk Vigdísar og Þorsteins. Til vara eru Vilhjálmur Karl Jóhannsson og Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir. Skoðunarmenn eru Edda K. Björnsdóttir og Elvar Vignisson. Því næst gaf fundarstjóri Hirti, formanni Skóg BÍ, orðið. Hjörtur tók við starfi formanns á deildarfundi í vetur, en forveri hans, Jóhann Gísli hefur verið honum til halds og trausts. Frá deildarfundinum komu tillögur er vörðuðu samtal við nýja stofnun, Land og skóg, stefnumörkun skógarbænda, Norður- landasamstarf, næsta málþing skógarbænda að Laugum í Sælingsdal, og viðurkenningu á eign skógarbænda á kolefnisbindingu í eldri skógum. Fundarmenn spurðu spurninga varðandi CE-vottanir á timbri, kolefnisbindingu, vottanir í skógrækt og þung áhersla var á framvindu Kolefnisbrúar.

Jóhann Þórhallsson bauð Hjört velkominn til starfa fyrir skógarbændur.

Að lokum flutti Bergrún Arna Þorsteinsdóttir erindi, „Matarkistan í skóginum“. Þar fór hún yfir berjatínslu og sultugerð auk annarra afurða sem nýta má til matar. Má þar nefna sveppi, lauf, sprota og jafnvel börk.

Vesturland

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi (FsV) var haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn 16. apríl. Alls voru fundarmenn 27 talsins.

Sigurkarl Stefánsson

Á fundinum fór formaður yfir það helsta sem gerst hafi á liðnu ári og var þar einkum fjallað um málþing og árshátíð skógarbænda á Varmalandi í október, sem var samstarf allra skógarbændafélaganna og búgreinadeildar skógarbænda BÍ. Voru gestir almennt ánægðir með hvernig til tókst. Í júní, á afmæli félagsins, fóru skógarbændur á Vesturlandi í vel heppnaða ferð um Borgarfjörð, þar sem m.a. var komið við í Reykholti, en aðal viðkomustaðurinn var hjá skógarbændunum Árnýju Sigurðardóttur og Friðriki Sigurbergssyni í Ártúni. Voru móttökur þar höfðinglegar. Að lokum var snemmgrisjunarnámskeið í vetur þar sem Valdimar Reynisson kenndi meðhöndlun ungskóga.

Engar breytingar urðu á stjórn frá fyrra ári, en í henni eru Sigurkarl Stefánsson, formaður, Jakob Kristjánsson, gjaldkeri og Kristín Magnúsdóttir, ritari. Á fundinn kom fjöldi góðra gesta. Fyrst kom fram Hrefna Jóhannsdóttir hjá Landi og skógi en hún fór yfir starfið fram undan. Hún sagði frá bágri stöðu fræja á lerkiblendingnum Hrym en ekki er útlit að nokkrum Hrym verði sáðánæstaári. Nýir skógræktarráðgjafar Vesturlands kynntu sig fyrir skógarbændum. Það voru Gústaf Jarl Viðarsson og Naomi Bos. Þá kom Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ, í pontu og sagði frá starfi skógarbænda hjá BÍ og má í stuttu máli segja að unnið sé að mörgum góðum málum í þágu skógarbænda. Að lokum notaði Valdimar Reynisson skógfræðingur tækifærið og þakkaði skógarbændum fyrir gott samstarf yfir árin, en Valdimar hefur nýverið byrjað störf fyrir Ygg carbon. Fundurinn var vel sóttur og vel fór á með gestum fundarins.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...