Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvað segja bændur nú?
Lesendarýni 21. nóvember 2022

Hvað segja bændur nú?

Höfundur: Svavar Hákon Jóhannsson bóndi.

Árið 2017 festi undirritaður kaup á Multiore 6313 liðléttingi sem nota skyldi við hefðbundin störf, taðmokstur, heygjöf og fleira, með aðsetur í hlöðunni sem á seinni stigum málsins þótti vélinni ekki bjóðandi, sökum breytilegs hita og rakastigs.

Svavar Hákon Jóhannsson.

Þó er þarna Bruvik 62 cm 5 hraða vifta sem sogar út allan raka á skammri stund, ef einhver er.

Fljótlega fór að bera á ýmsum krankleikum í tækinu, taðgreip veikbyggð og þurfti að endurhanna og bæta, suður gáfu sig við tjakkstangir (suðurnar ófullnægjandi), soðnar með bændavír. Til dæmis er 46,16 stál 37. Þetta var nú lagað heima fyrir þar sem karlinn á bænum er eld-, ketil- og plötusmiður. Nú hrönnuðust upp óveðursský. Eftir aðeins 303 vinnustunda brúk tærðist í sundur smurrör, olía sprautaðist af vélinni. Smurljós virkaði ekki (sannað mál með rannsókn), vélin í steik – úrbrædd. Nú voru góð ráð dýr. Með seljanda í ráðum var farið í að útvega nýja vél! Ný og ekki ný? Heim var haldið með tækið í kjölfarið. Kom svo harðsoðinn reikningur fyrir nánast öllu tjóninu – „goodwill“ þetta eða hitt er marklaus þvæla.

Hvað skal nú til bragðs taka? Átti að kyngja bitanum og borga brúsann eða leita réttlætis? Hvar væri það svo sem að finna?

Seljandi stefndi kaupanda og fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra skyldi haldið. Dómskvaddur matsmaður gerði á mjög faglegan og skilyrtan hátt grein fyrir því að bilunin í vél tækisins stafaði af verulegum tvenns konar göllum. Efnisgæði smurrörs sem tærðist í sundur var langt fyrir neðan allar gæðakröfur. Svona bilunar væri vart að vænta í vél, hugsanlega eftir 15 ár eða jafnvel aldrei á líftíma vélarinnar. Hvað þá eftir 303 vinnustundir. Það kom einnig fram í matsgerðinni á tæknilegan útskýrðan hátt að smurljós virkaði ekki.

Seljandi kom ásamt sínum undirsáta með mjög svo mærðarlega lýsingu á því hvað þeir hefðu teygt sig út fyrir ystu sjónarrönd með því markmiði að minnka skaða kaupanda. Ja hérna, öllu má nú nafn gefa, miskunnsami samverjinn fellur gjörsamlega í skuggann fyrir slíkri ljúfmennsku.

Þarna urðu kaflaskil.

„Hæstvirtir“ gráðum prýddir langskólagengnir dómarar með áratuga reynslu viknuðu og misstu gjörsamlega sjónar af hálli braut réttlætis við að greina kjarnann frá hisminu. Í stefnu var kaupanda gert að svara til saka og síðan dæmdur sekur á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt fram á að orð, af vilyrði sem höfð voru uppi, hafi aldrei verið sögð. Orð skulu standa var ekki í heiðri haft í dómsal.

Það þarf ekki langa setu til að komast að því að orð gegn orði verða vart sönnuð, enda snerist málið ekki um það. Dómsmálið snerist um fyllilega sannaðan meingalla á vélinni, sem leiddi til eyðileggingar hennar, og bótaskyldu seljanda og/eða framleiðanda. Ekki flókið – alveg borðliggjandi. Það var ömurleg upplifun fyrir vinnandi mann að skynja þann drunga, eða var þetta kulnun, sem ríkti þarna í dómsal Héraðsdóms Norðurlands vestra. Hugmyndafræðileg eyðimörk: það er gangverk lýsing eftir reynsluna af fyrirbærinu. Illur fengur illa forgengur. Ef til vill koma þessir aurar seljanda til góða í rekstri sínum, hver veit.

Tilvitnun í lokaorð dóms. „Raunar er það álit dómsins að fjárhæð sem stefnandi krefur stefnda um vegna vinnu sé augljóslega lægri en vænta má fyrir það verk sem unnið var.“

Hvað skyldi dómurinn vita um það? Nákvæmlega ekkert frekar en stefndi, þar sem reikningur frá stefnanda var ekkert sundurliðaður.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...