Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenski fáninn og íslensk framleiðsla
Lesendarýni 11. maí 2015

Íslenski fáninn og íslensk framleiðsla

Höfundur: Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þingmaður Suðurkjördæmis, Framsóknarflokki.
Fæðingarhríðir frumvarps um breytingar á lögum á þjóðfána Íslands, þ.e. varðandi notkun fánans við markaðssetningu á vörum og þjónustu, hafa staðið yfir árum saman.
 
Silja Dögg Gunnarsdóttir. 
Nú sér fyrir endann á þeim því forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mælti fyrir frumvarpi þess efnis í lok apríl og vonir bundnar við að það fáist samþykkt á Alþingi á vordögum.
 
Þurfa ekki leyfi
 
Meginbreytingin frá núgildandi lögum er að mönnum sé frjálst að nota íslenska fánann til markaðssetningar á vörum á þjónustu án sérstaks leyfis. Eftir því hefur verið kallað lengi, m.a. af hálfu Bændasamtakanna, Samtaka iðnaðarins og garðyrkjubænda. Tilgangurinn er að einfalda regluverkið og gera íslenska framleiðslu sýnilegri og aðgreinanlegri en nú er. Núgildandi lög eru frá árinu 1998 en markmið þeirrar lagasetningar var einmitt að rýmka heimild til notkunar þjóðfánans. Hins vegar  náðist það markmið ekki á þeim tíma, þar sem sú reglugerð sem ákvæði laganna mælir fyrir, var aldrei sett. Reglugerðin var ekki sett vegna skilgreiningarvanda, þ.e. hvernig ætti að skilgreina vörur með „íslenskan uppruna“. 
 
Skilgreiningarvandinn
 
Við fyrstu sýn virðist einfalt að skilgreina hvað sé „íslenskt að uppruna“. Það segir sig sjálft að undir þá skilgreiningu myndi falla t.d. allt sem ræktað er á Íslandi, sjávarfang sem veitt er við Íslandsstrendur, íslenska vatnið o.s.frv. En hvað getum við sagt um Síríus súkkulaði, Nóa konfektið, vinsælar íslenskar kextegundir eins og hann Sæmund okkar? Nú eða úlpuna sem hönnuð er á Íslandi undir íslensku vörumerki, en bæði efniviður og framleiðsla er erlend? Þá vandast málið.
 
Lausnin
 
Í framlögðu frumvarpi er gert ráð fyrir að vörur sem framleiddar hafa verið á Íslandi undir íslensku vörumerki í 30 ár eða meira, fái að nota fánann þó svo að hráefnið sé að uppistöðu erlent, s.s. konfekt, kex, Orabaunir og slíkt. Hefðbundin íslensk matvara, eins og flatbrauð og laufabrauð, fengi líka að nota fánann. Hönnunarvaran er skilgreind í frumvarpinu út frá hönnun og vörumerki, þ.e. þeir hlutar verða að vera íslenskir en hráefnið má í sumum tilfellum vera erlent og framleiðslan sömuleiðis. Þó er gert ráð fyrir því að hráefnið megi þó ekki vera eðlislíkt innlendu hráefni sem telst hafa séríslenska eiginleika og einkenni, þá er aðallega átt við ullina. Á þeim forsendum gætu þá framleiðendur eins og 66° Norður, Cintamani, Farmers Market og Igló notað íslenska fánann. Hugverk teljast íslensk að uppruna ef þau eru samin af íslenskum aðila, þ.e. einstaklinga eða lögaðila sem eru með íslenskar kennitölur.
 
Eftirlit og reynsla
 
Gert er ráð fyrir að Neytendastofa fari með eftirlit á þessu sviði en forsætisráðherra muni hafa úrskurðarvald ef ágreiningur kemur upp. Ef til vill má enn finna einhverja veikleika á framlögðu frumvarpi. En ég er sannfærð um að þetta sé góð byrjun. Reynslan ein mun færa okkur vitneskju um hvað við gætum mögulega þurft að lagfæra. 
 
 
 
Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...