Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
Mynd / ÁL
Lesendarýni 15. desember 2022

Með hátíðarkveðju

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Ágæti lesandi. Þegar ég sest niður við skrif á þessum leiðara, nú þegar árinu fer senn að ljúka, þá verður mér hugsað til þess hvað tíminn flýgur.

Það er nefnilega ekki langt síðan að ég rifjaði upp síðasta ár, en þó reynist það hafa verið fyrir 12 mánuðum síðan, en það er eins og ég hef oft sagt: „Ef eitthvað gengur, þá er það klukkan.“

Þegar ég horfi yfir sviðið og árið þá kemur það mér eilítið á óvart að málin sem við hjá samtökunum berjumst fyrir eru margt um þau sömu eða a.m.k. mjög svipuð á milli ára. Enn erum við að kalla eftir verði á áburði frá áburðarsölum, sem var með sama hætti í fyrra, en þá kom ríkisvaldið inn með 650 milljóna stuðning til áburðarkaupa. Sú staða er ekki uppi í dag að stjórnvöld muni koma inn með annað eins til bænda, heldur verðum við núna bara að bíða og vona eftir opinberun á áburðarverði fyrir komandi vor.

Það er einna helst áhrifin af stríðs­ rekstrinum í Úkraínu sem hefur sett svip sinn á starfsumhverfi landbúnaðar á árinu með gríðarlegum áhrifum á verð á öllum innfluttum aðföngum. Það er í raun sama hvert litið er, hækkun aðfanga ber niður á nær öllum stöðum og þá er ónefndur sá vandi að verða sér úti um aðföng til framleiðslu landbúnaðarvara, s.s. umbúðir. Þessar hækkanir og skortur á aðföngum hafa jafnframt áhrif á framkvæmdir bænda á árinu, með hækkun á stálverði og seinkun afgreiðslu á þegar pöntuðum hlutum sem hefur þurft til bygginga.

Mikil umræða varð á haustdögum í tengslum við hækkun á afurðaverði til bænda, sem raungerðist að hluta, enda hefur aðfangaverð haft gríðarleg áhrif á rekstur íslenskra búa. Það er nokkuð ljóst að þessi umræða og samtal verður að eiga sér stað með reglulegu millibili þar sem verðþróun á afurðum verður að endurspegla þann raunkostnað sem bændur verða fyrir. Það er mjög ánægjulegt að þegar þetta er ritað hafa Samtök atvinnulífsins undirritað kjarasamning við mjög stóran hluta vinnumarkaðarins sem setur ákveðinn fyrirsjáanleika í stöðuna, þó til skamms tíma sé, þar sem við sem störfum í landbúnaði reiðum okkur á stöðugleika á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að ná niður verðbólgu og lækkun stýrivaxta, sem er gríðarlegur áhrifavaldur á rekstur í landbúnaði.

Við skrif þessa síðasta leiðara ársins, þá er vert að nefna Hótel Sögu, sem eins og alkunna er var lengi í eigu bænda. Á vormánuðum var húsið afhent Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta. Aldrei hefði okkur órað fyrir hverslags risaverkefni það var að tæma húsið til afhendingar fyrir nýja eigendur. Þar reyndi á kraft og þolinmæði starfsfólks Bændasamtakanna langt umfram það sem eðlilegt gæti talist og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þeirra framlag í þessu gríðarlega verkefni.

Kæru bændur og búalið, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólki Bændasamtakanna vil ég færa sérstakar kveðjur fyrir frábært og óeigingjarnt starf á árinu og hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir á komandi ári með ykkur.

Ég vil að lokum óska ykkur, kæru lesendur, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...