Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Pottur brotinn í merkingu snyrtivara
Lesendarýni 22. maí 2024

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Lífræns Íslands

Mikið hefur borið á því að íslensk fyrirtæki framleiði og selji vörur með merkingunni „lífræn“ án þess að vera með þar til gerða vottun á vörunum.

Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Á sama tíma eru önnur fyrirtæki sem leggja hart að sér og fara í gegnum strangt vottunarferli hjá viðurkenndri vottunarstofu til að fá lífræna vottun og eru stolt af því. Mikil vinna og fjármunir fara í að fá slíkan gæðastimpil. Ganga sum fyrirtæki svo langt að merkja og auglýsa snyrtivörur sínar sem „lífrænar“ án þess að hafa nokkra vottun á bak við þá staðhæfingu.

Blekkjandi fyrir neytendur

Líkt og fram kemur í 7. gr. reglugerðar nr. 205/2023 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara (sem á sér stoð í lögum um matvæli og lög um fóður og áburð) þá er óheimilt að nota hvers kyns orð, orðmyndir, hugtök, myndir eða tákn sem vísa til lífrænnar framleiðslu á merkingu umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði reglugerðar um lífræna framleiðslu og hafi hlotið vottun til notkunar á vörumerki til lífrænnar framleiðslu frá lögbæru yfirvaldi eða vottunarstofu. Þessi reglugerð gildir ekki um snyrtivörur sem falla undir efnalög nr. 61/2013.

Það sem borið er á húðina er jafnmikilvægt og það sem við innbyrðum. Snyrtivara getur bæði verið markaðssett sem náttúruleg og lífræn, á því er töluverður eðlismunur. Það að fyrirtæki hérlendis geti markaðssett snyrtivörur sínar sem lífrænar án nokkurs eftirlits eða vottunar er í hæsta máta blekkjandi fyrir neytendur. Aðeins vörur sem teljast matvæli eða fóður eru bundnar af takmörkunum um yfirlýsingar um lífræna framleiðslu og virðist því framleiðendum snyrtivara í sjálfsvald sett hvort slíkt orðalag er notað um þeirra afurðir.

Koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu

Líkt og fyrr sagði gilda efnalög nr. 61/2003 um snyrtivörur og sbr. 7. tl. 11. gr. þeirra laga, þá er í gildi reglugerð um snyrtivörur, nr. 577/2013, sem innleiðir reglugerð (EB ) nr. 1223/2009, með síðari breytingum. Í VI. kafla reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 er fjallað um neytendaupplýsingar, m.a. merkingar á vöru og fullyrðingar um eiginleika og hlutverk vörunnar. Reglugerðin skilgreinir ekki hugtakið „lífrænt“ og þar af leiðandi því ekki hvernig slík vara skuli framleidd eða markaðssett og hvað sé heimilt og óheimilt í þeim efnum. Á meðan reglugerðin skilgreinir hugtakið ekki og mælir fyrir um hvað í því felist, er ekki óheimilt að merkja snyrtivöruna með þeim hætti. Uppfylli varan kröfur reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 er óheimilt að synja því að snyrtivörur séu boðnar fram á markaði né banna það eða takmarka, sbr. 9. gr. reglugerðarinnar.

Áhugavert er að rýna í efnalögin 61/2003 en í 1. gr. þeirra kemur meðal annars fram:

Markmið laga þessara er annars vegar að tryggja að meðferð á efnum, [efnablöndum og hlutum sem innihalda efni] 1) valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi ... ...-Þá er það markmið laga þessara að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu.

Í 33. gr. laganna um auglýsingar kemur fram:

Óheimilt er að villa um fyrir neytendum með auglýsingu, öðrum svipuðum viðskiptaaðferðum og framsetningu efna og efnablandna ... Óheimilt er að fullyrða í auglýsingum og öðrum svipuðum viðskiptaaðferðum að snyrtivara hafi tiltekna eiginleika eða virkni
sem hún hefur ekki.

Framleiðendur verða að njóta jafnræðis

Af framansögðu er ljóst að úrbóta er þörf fyrir íslenska framleiðendur snyrtivara sem hafa ekki lífræna vottun. Markmið efnalaganna er að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu og í þeim kemur einnig fram að óheimilt sé að villa um fyrir neytendum eða fullyrða í auglýsingum að vara hafi tiltekna eiginleika eða virkni sem hún hefur ekki.

Ljóst er á meðfylgjandi dæmum að mörg dæmi eru um brot á efnalögum hérlendis þar sem aðilar markaðssetja fyrirtæki og vörur sem „lífræn“ án þess að hafa til þess viðurkennda vottun. Það lítur VOR – verndun og ræktun (Félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu), alvarlegum augum og krefst án tafar úrbóta á þessu málasviði til þess að allir aðilar sitji við sama borð og njóti jafnræðis.

Skylt efni: Lífrænt Ísland

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...