Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind.“
„Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind.“
Mynd / ghp
Lesendarýni 12. janúar 2023

Út í veður og vind

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Líkt og frægur maður sagði eitt sinn, þá sækjum við Íslendingar styrkleika okkar í tölfræði.

Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands

Við erum best í heiminum, miðað við höfðatölu. Á Íslandi erum við einnig með flesta nóbelsverðlaunahafa, miðað við höfðatölu og á Íslandi er gnótt grænnar orku, miðað við höfðatölu! Hvert mannsbarn á Íslandi veit að hér á landi erum við í sérstöðu, búandi að umhverfisvænni orku sem felur ekki í sér losun koltvísýrings eða mengunar. Þessa umhverfisvænu orku sækjum við í fallandi vatnsaflið og jarðvarmann og styðjum þar m.a. við matvælaframleiðslu, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi.

Við orkuskipti á landsvísu stefnum við hraðbyri í átt að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það var því mikill áfangi hjá umhverfisráðherra að koma í gegnum þingið þriðja áfanga rammaáætlunar sem samþykktur var af Alþingi í júní á síðasta ári. Með áætluninni um vernd og nýtingu landsvæða verður þar með hægt að ná yfir helstu orkuauðlindir landsins og taka tillit til ólíkra hagsmuna á breiðum grundvelli.

Sérstaða íslenskrar landbúnaðarframleiðslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að íslenskur landbúnaður, sjávarútvegur og fiskeldi séu þungamiðja innlendrar matvælaframleiðslu sem efld verði á kjörtímabilinu. Neytendur sýna í sífellt stærra mæli aukinn áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi. Þar með skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. En það er með öllu tilgangslaust að tala um sóknarfæri og sérstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu með tilliti til grænnar orku ef orkuöryggið er ekki til staðar. Við þurfum að byggja upp sterkt flutningskerfi sem er viðnáms- og áfallaþolið enda erum við staðsett við 66° norðlægrar breiddargráðu, þar sem langflestir Bolvíkingar eru búsettir eins og maðurinn sagði eitt sinn.

Í stjórnarsáttmálanum kemur jafnframt fram að á kjörtímabilinu sé stefnt að aukinni lífrænni ræktun. Það raungerist ekki án grænnar orku. Það sló mig því óneitanlega þegar tilkynnt var um það að Landsvirkjun hætti um liðin áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Samkvæmt fréttum RÚV okkar landsmanna allra, þýðir þetta að íslensk smásölufyrirtæki, eins og Orka náttúrunnar, HS Orka og fleiri mega ekki markaðssetja þá orku sem keypt er af Landsvirkjun sem græna orku nema að greiða fyrir það sérstakt gjald. Að sama skapi geta fyrirtæki sem framleiða vörur með grænni orku ekki auglýst að varan sé framleidd úr grænni orku nema að hafa verslað sér vottun. Þetta hefur því bein áhrif á okkar atvinnugrein sem samanstendur af landeldi og landbúnaði.

Aukinn kostnaður

Staðan er raunverulega sú að ef smásölufyrirtæki raforku og þar með notendurnir sjá ekki hag sinn í því að versla vottun geta þeir að sjálfsögðu ekki nýtt hana á sínar vörur. Fram hefur komið að markaðsvirði þessara vottana sé um 1,3 krónur á kílóvattstund. Fyrir meðalgarðyrkjustöð er það um 4-5 millj. kr. í aukinn framleiðslukostnað ár hvert, þar sem launakostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í greininni.

Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind. „Tækifærin okkar liggja í orkunni“ segja allir. En er það raunin?

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...