Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ómetanleg verðmæti
Mynd / smh
Skoðun 12. maí 2022

Ómetanleg verðmæti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú eftir afspyrnu leiðinlega ársbyrjun í veðurfari. Það ætti því að öllu eðlilegu að vera tilefni til að gleðjast, einkum hjá sauðfjárbændum sem standa nú í miðjum sauðburði. 

Bændur þessa lands velta nú fyrir sér hvernig hægt sé að auka framleiðslu til að mæta kröfum um fæðuöryggi þjóðarinnar. Hjá garðyrkjubændum er ekki spurning um að þar liggja mikil tækifæri í að auka framleiðslu fjölmargra tegunda og brydda upp á nýjungum í ræktun. Það vantar nefnilega talsvert upp á að íslenskir garðyrkjubændur nái að fullnægja eftirspurn. Þeir búa líka svo vel að hafa almenningsálitið með sér, því flestir velja heilnæma íslenska tómata, gúrkur, jarðarber og fleiri tegundir umfram innflutta. Hér er ræktað með lífrænum vörnum gegn sníkjudýrum en ekki stuðst við efnafræðilegt eiturgutl. Þetta skiptir líka máli þegar rætt er um heilbrigði landsmanna og kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins.

Kjötframleiðslugreinarnar og mjólkurframleiðslan koma líka mjög sterkt inn í heilbrigðisumræðuna. Þótt það dragi vissulega úr vorgleðinni að allur tilkostnaður fer hratt vaxandi, þá stendur íslensk sauðfjárrækt, nautgriparækt, svínarækt, alifuglarækt og hrossarækt afskaplega vel í alþjóðlegu tilliti hvað varðar litla notkun sýklalyfja.

Ofnotkun sýklalyfja sem vaxtarhvata í kjötframleiðslu víða um heim hefur orsakað hraða þróun ofurbaktería. Það er nú talin helsta ógn heilbrigðisþjónustunnar um allan heim. Sjúkrahús eru þegar farin að finna fyrir því að hefðbundin sýklalyf duga ekki alltaf til að meðhöndla sýkingar í fólki sem hefur fengið í sig ofurbakteríur. Þá þarf að grípa til lyfja sem notuð eru sem lokaúrræði þegar allt annað bregst, en þau eru fokdýr í innkaupum. Þá er meðhöndlun sjúklinga sem sýkjast af ofurbakteríum flókin og oft seinleg og því mjög kostnaðarsöm.

Þrátt fyrir alla okkar tækni í læknisfræði dugar það oft ekki til í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur og líka bakteríur sem þola öll önnur lyf sem gegn þeim er beitt. Staðan í dag er því sú að á hverju ári deyja hundruð þúsunda manna vegna baktería sem orðið hafa að plágu einfaldlega vegna græðgi í viðskiptum með matvæli.

Í læknablaðinu Lancet  þann 19. janúar síðastliðinn var áætlað að árið 2019 hafi 4,95 milljónir manna þegar látist í heiminum vegna afleiðinga af sýkingum sýklalyfjaónæmra baktería. Þetta eru tölur úr rannsókn sem byggð var á gögnum frá 204 löndum og landsvæðum. Af þessum fjölda er talið að 1,27 milljónir manna hafi látist vegna beinnar sýkingar sýklalyfja- eða fjölónæmra baktería. Til samanburðar var HIV veiran þá búin að deyða 864.000 manns og malaría 643.000. 

Sem stendur er dánartíðnin af völdum sýklalyfjaónæmra baktería hæst í Vestur- og Mið-Sahara. Af þeim sem smitast á því svæði af ofurrbakteríum er dánartíðnin komin í 27,3 af hverjum 100.000 íbúum sem er afar mikið.

Við Íslendingar erum mjög heppin hvað þetta varðar ef horft er til þess hvernig við stundum okkar landbúnað. Það hlýtur því að vera mikið keppikefli fyrir okkur sem þjóð, og fyrir okkar heilbrigðiskerfi, að við gerum allt sem hægt er til að efla okkar landbúnaðarframleiðslu. Allar sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería sem við getum  komið í veg fyrir með heilbrigðri matvælaframleiðslu, svo ekki sé talað um dauðsföll, eru ómetanleg verðmæti.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...