Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stórt verk með mikið heimildargildi
Skoðun 11. desember 2014

Stórt verk með mikið heimildargildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjöunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er komið út og í því er fjallað um Hofshrepp, samtals 78 býli í Óslandshlíð, Deildardal, Unadal og á Höfðaströnd, ásamt sveitarfélagslýsingu.

Hjalti Pálsson, ritstjóri og aðalhöfundur verksins, segir að bækurnar verði alls tíu og að í þeim sé fjallað í texta og myndum um sögu allra jarða í Skagafirði sem hafa verið í ábúð frá 1781 til 2014.

„Ég byrjaði að vinna að verkinu í árslok 1995 og geri mér vonir um að síðasta bindið komi út 2020 þannig að vinnan við verkið tekur 25 ár.

Hverri jörð í Skagafirði er lýst, bygginga getið og fylgir tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703–2014. Eignarhald og saga jarðanna er rakin frá því þær koma fyrst við heimildir.

Auk ábúendatals frá tímabilinu 1781 til 2014 fylgir umfjöllun um hvert sveitarfélag fyrir sig, lýsing á jörðum auk fjölda innskotsgreina, þjóðsögur, vísur og frásagnir af fólki og fyrirbærum. Verkinu er skipt niður eftir gömlu skiptingunni í hreppi þrátt fyrir að þeir hafi flestir sameinast í dag,“ segir Hjalti.

Bindið sem nú kemur út er 480 blaðsíður og í stóru broti. Í henni eru 640, nýjar og gamlar, ljósmyndir af fólki, bæjum og landslagi auk 45 korta og teikninga.

Rík áhersla er á myndir og kort í bókinni og er öllum fornbýlum og seljum lýst og GPS-stöðuhnit þeirra tilgreind. Útgefandi er Sögufélag Skagfirðinga. 

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...