Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tónlist fyrir kýr
Skoðun 21. nóvember 2014

Tónlist fyrir kýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þremenningssveitin Stereo Hypnosis sendi nýlega frá sér hljómdiskinn Morphic Ritual sem verður að teljast ein allra fallegasta raftónlist sem hægt er að hugsa sér að spila við gegningar í fjósinu.

Ekkert sem heyrst hefur til þessa getur mögulega hljómað eins fallega þegar gengið er eftir fóðurganginum og kúnum gefið, horft á þær jórtra eða ganga sjálfviljugar í mjaltaróbótinn.

Umhverfishljóð úr Bjarnarfirði

Diskurinn er sjö laga og sá fimmti sem Stereo Hypnosis sendir frá sér. Umhverfishljóðin á disknum og tónlistin eru að hluta tekin upp á Bakka í Bjarnarfirði auk þess sem upptökur fóru fram í Reykjavík og Berlín.

Stereo Hypnosis er upphaflega samstarf feðganna Óskars og Pans Thorarensen og seinna bættist Þorkell Atlason við. Á disknum leikur Óskar á hljóðgervla og sér um hljóðbjögun, Pan forritar og leikur á trommur en feðgarnir sjá sameiginlega um upptökur. Þorkell Atlason leikur á gítar og bassa og sér um úrvinnslu hljóðanna.

Raftónar og lífræn náttúruhljóð

Lögin á Morphic Ritual eru hvoru tveggja í senn seiðandi og falleg. Í þeim renna saman lífræn umhverfishljóð, fuglasöngur, regn og ölduniður, og raftónar á þann hátt að bæði menn og skepnur lygna aftur augunum og líður vel við hlustunina. Tónlistin er töfrum gædd, hún eykur nyt kúnna og veldur því að mjólkin streymir lausar í mjaltavélarnar.
Þrátt fyrir að ekki sé einfalt að lýsa tónlistinni er hún hvoru tveggja í senn ójarðbundin  sveimhugatónlist og jarðbundin sveitatónlist sem ég ætla mér að kalla Abient country.

Tónlist Stereo Hypnosis er ólík allri íslenskri tónlist sem ég hef heyrt til þessa og óhætt að segja að sveitin fari sínar eigin leiðir óháð þeim straumum og stefnum sem vinsælastar eru hér á landi um þessar mundir.

Tónleikar Stereo Hypnosis vöktu talsverða og verðskuldaða athygli á Air Waves-hátíðinni nú í haust en undanfarin misseri hefur hljómsveitin verið eftirsótt á raftónlistarhátíðum víða í Evrópu og í Kanada.

Ef leita á hliðstæðu í tónlist má benda á tónlistarmenn eins og Brian Eno, Harold Budd, Ash Ra Tempel, Ry Cooder og fyrstu verk hljómsveitarinnar Tangerine Dream.

Horft út um gluggann

Myndin sem prýðir umslagið utan um diskinn er látlaus. Hún sýnir útsýni út um glugga, að ég tel vera í Bjarnarfirði á Ströndum. Fyrir utan má sjá víðirunna, sem seinna munu verða skjólbelti, og eitt smávaxið og einmanalegt sígrænt tré í grasinu.

Áður hefur Stereo Hypnosis sent frá sér verkin  Parallel Island, Hypnogogia og Synopsis í samstarfi við Pulse og Glossolalia. 

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...