Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Um innviði
Skoðun 4. janúar 2018

Um innviði

Höfundur: Þröstur Eysteinsson
Ný ríkisstjórn er tekin við og meðal helstu markmiða hennar er að byggja upp innviði. Þar telja flestir að átt sé við úrbætur í vegakerfinu, nýtt sjúkrahús, betri aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum o.þ.h.
 
Hugtakið innviðir merkir bókstaflega innanstokksmunir svo sem raftar, veggklæðningar og húsgögn úr viði sem gera híbýli manna íbúðarhæf. Hin óeiginlega merking hefur að gera með allt það sem gerir landið okkar íbúðarhæft. Í því sambandi eru vart til nauðsynlegri innviðir en skógar.
 
Sumir halda því fram að gróðursetning til skóga hafi verið umtalsverð á undanförnum árum. Hún hafi verið orðin svo mikil að forsvaranlegt hafi verið að skera hana um helming eftir hrun. Hún hefur þó ekki verið umtalsverðari en svo að aðeins 0,5% landsins bera nú ræktaðan skóg. Ísland er enn svo til skóglaust.
Skógleysinu fylgir að flytja þarf inn nær allar skógarafurðir, fyrir tugi milljarða króna á ári. Með þeim peningum sköpum við atvinnu og verðmæti í öðrum löndum en ekki hér heima. Innflutningur er okkur ekki erfiður þegar allt leikur í lyndi og krónan er sterk, en við þurfum ekki að horfa nema 5–8 ár aftur í tímann til að finna allt aðrar aðstæður. Þá var krónan verðlítil og erfitt að fá gjaldeyri, sem hvort tveggja stóð allmörgum fyrirtækjum fyrir þrifum af því m.a. að erfitt var að flytja inn timbur og aðrar skógarafurðir. Auk bankanna hrundi byggingariðnaðurinn og við erum enn að súpa seyðið af því hruni í formi húsnæðisskorts og hárrar leigu. 
 
Að eiga okkar eigin framleiðslumikla skógarauðlind og úrvinnsluiðnað tengdan henni hefði ekki komið í veg fyrir hrunið en það hefði mildað áhrifin. 
 
Í góðæri er auðvelt að halda að þetta verði alltaf svona, en ekkert í skemmri eða lengri tíma sögu efnahags styður slíka draumóra. Það koma tímar þegar gott er að vera sem mest sjálfbjarga með nauðsynjar. Ekki aðeins mat, heldur einnig byggingarefni og margs konar hráefni til að halda atvinnulífinu gangandi.   
 
Okkur Íslendingum hefur tekist að lifa af án skóga. Fram undir 1940 fylgdi því veruleg fátækt og landið bar miklu færra fólk. Síðan hefur leiðin legið uppávið, vegna útflutnings á framleiðslu hafsins, framleiðslu fallvatna og nú seinast vegna ferðamanna, sem allt er háð greiðum samgöngum við útlönd, m.ö.o. háð olíu. Þetta verður ekki svona til eilífðar. 
 
Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða. Fjárfesting í framleiðslumikilli skógarauðlind er reyndar með því allra besta sem hægt er að gera við peninga þegar nóg er af þeim. Þannig eru peningar teknir út úr helst til heitu hagkerfi og geymdir þar til meiri þörf er á þeim. Og skógarnir sem þannig verða til draga úr loftslagsbreytingum, vernda og bæta jarðveg og skapa fjölbreytta notkunarmöguleika á meðan þeir eru að vaxa. Síðan er hægt að stilla notkun þeirra eftir þörfum hagkerfisins hverju sinni, höggva minna þegar auðvelt er með innflutning en meira þegar þörf er á. Með okkar eigin skógarauðlind höfum við þetta val. Án skógarauðlindar höfum við ekkert val. Við neyðumst til að flytja allt inn, líka þegar það er okkur erfitt.
 
Við getum eignast þennan fjölþætta ábata skóga, sem nágrannaþjóðir okkar eru ekki í nokkrum vafa um að sé bráðnauðsynlegur, með því að þjóðin fjárfesti í að byggja upp skógarauðlind nú þegar tækifæri gefst. Eða við getum vonað að þetta reddist.
 
Þröstur Eysteinsson
skógræktarstjóri.

Skylt efni: innviðir | Skógrækt

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...