Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Varinn er góður
Skoðun 16. september 2014

Varinn er góður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umbrotin við Bárðarbungu hafa nú staðið linnulaust frá 16. ágúst. Enn sem komið er hafa eldsumbrot ekki valdið usla í sveitum eða byggð, enda nær eingöngu bundin við Holuhraunssvæðið með tilheyrandi hraungosi. Síðustu daga hafa Austfirðingar þó fengið smjörþefinn af hættunni sem getur stafað af því súra gasi sem streymir upp úr gosgígunum.

Ef litið er á sögu eldgosa þá var það einmitt gasmóðan sem olli hvað mestum usla suður um alla Evrópu í Skaftáreldum 1783 til 1784 þegar Lakagígar gusu. Það hefur verið talið mesta gos Íslandssögunnar og eitt hið öflugasta á jörðinni. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi og í Evrópu  sem aftur leiddi af sér hungursneyð. Móðan og gosaskan ollu líka köldu veðurfari vegna þess að þau drógu úr inngeislun sólar og deyfðu sólskinið. Þetta voru móðuharðindin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga. Eldgosið er eitt mannskæðasta eldgos í mannkynssögunni. Menn skyldu því ekki vanmeta hættuna sem skapast getur af því gasi sem streymir upp úr gígunum í Holuhrauni.

Vísindamenn hafa verið að undirbúa sig undir að mögulega geti orðið mikið sprengigos undir jökli í sjálfri Bárðarbungu. Ef slíkt eldgos yrði, þá skiptir öllu máli hvaðan vindurinn blæs. Allir landsmenn gætu hæglega fundið illilega fyrir slíku gosi.

Þegar eldfjallið Askja gaus 1875 var það í fyrstu tiltölulega meinlaust þegar gos hófst 3. janúar sama ár. Að kvöldi 28. mars hófst svo djöfulgangurinn fyrir alvöru með gríðarlegu sprengigosi. Var gosið í tveim lotum og stóð sú fyrri í einn til tvo tíma en sú seinni í nokkrar klukkustundir og var mun öflugri. Þá lá vindur til norðausturs og lagðist vikurlag yfir heiðar og niður í dali. Á Jökuldal mældist eftir þessi ósköp 20 sentímetra þykkt öskulag. Þá nefna heimildir að brennheitir vikurmolar á stærð við tennisbolta hafi verið að falla í tuga kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu. Þessi ósköp leiddu til þess að mikill fjöldi fólks af áhrifasvæði eldgossins flýði til Ameríku.

Þótt við vonum að slík niðurstaða verði ekki afleiðing núverandi óróahrinu, þá er alveg ljóst að yfirvöld verða að vera við því búin að leggja þurfi mikla fjármuni í neyðaraðstoð ef illa fer. Eru menn tilbúnir í þann slag? 

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...