Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilt þú að það séu framleidd matvæli á Íslandi?
Mynd / TB
Skoðun 29. nóvember 2018

Vilt þú að það séu framleidd matvæli á Íslandi?

Höfundur: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður Samtaka ungra bænda, jona.bjorgum@gmail.com
Ef að samfélagið er sammála um að matvælaframleiðsla sé ein af grunnstoðum tilverunnar, þá eykur það bæði traust neytenda og ekki síður traust og sjálfsvirðingu framleiðendanna sjálfra.
 
Á síðustu árum hefur umhverfi okkar breyst, fæðuöryggi er í umræðunni. Ástæðurnar eru margvíslegar, loftslagsbreytingar, sem urðu meðal annars til þess að þurrkar stórsköðuðu norræna landbúnaðarframleiðslu með tjóni upp á hundruð milljarða, einnig má nefna hótanir um tollastríð milli stórvelda. Þetta getur breytt stöðu smáríkja á örskotsstundu.
 
Hagsmunir neytenda og bænda eru þeir sömu en Ísland er að mestu leyti orðið þéttbýlissamfélag og stundum virðist bilið á milli okkar vera hræðilega langt. Neytendur hafa stundum takmarkaða þekkingu á hvernig maturinn verður til og á því sem bændur gera. Bændur þurfa líka að skilja hvað það er sem neytendur vilja fá þegar þeir fara út í búð að kaupa inn fyrir kvöldmatinn. 
 
Leiðum bændur og neytendur saman
 
Þetta bil á milli neytenda og bænda þarf að brúa. Þessar brýr skulum við byggja saman. Í fyrsta lagi má nefna REKO-hringi sem eru byggðir á finnskri hugmyndafræði um vistvæna og heiðarlega viðskiptahætti (kannski þarf að finna íslenskt heiti á REKO). Tilgangurinn með REKO er að efla nærsamfélagsneyslu og leiða framleiðendur og kaupendur saman, gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa framleiðendur nær eldhúsinu. Í REKO fara fram milliliðalaus viðskipti milli smáframleiðenda og neytenda. REKO-hringir eru nú starfandi í 6 löndum, í 300 hringjum með áætlaða 11 milljarða veltu. Hér á landi hafa tekið til starfa REKO-hringir í Reykjavík og á Vesturlandi sem hafa haldið vel heppnaðar vöruafhendingar. Á Norðurlandi og Austurlandi eru fyrstu REKO-viðburðirnir í pípunum.
 
Tökum tillit til menningararfsins í heimavinnslu
 
Að auki verður að gefa bændum og litlum matvælavinnslum kost á að fullvinna sínar afurðir og selja beint inn í eldhús landsmanna. Þar vantar hins vegar sárlega að stjórnvöld taki tillit til menningararfsins í heimavinnslu.
 
Á Íslandi á að vera hægt að tryggja öryggi matvæla og skapa þær aðstæður að smáframleiðendur geti fullunnið sínar afurðir frá grunni. Það ætti ekki að þurfa að kæra forstjóra ríkisfyrirtækis til lögreglu fyrir fyrirfram tilkynnta uppreisn gegn reglugerðafargani sem heftir bændur í þeirri viðleitni sinni að viðhalda matarmenningu Íslendinga.
 
Kynnum okkur uppruna matarins
 
Það skiptir fólk máli að vita uppruna þess sem það borðar. Upplýstir neytendur byggja innkaup sín á þeirri þekkingu sem þeir hafa.
 
Þegar neytendur hafa innsýn í matvælaframleiðslu, hafa þeir forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í sínum innkaupum, en stjórnvöld geta jafnframt haft mikil áhrif með sínum eigin innkaupum. Sem dæmi má nefna að á vegum Reykjavíkurborgar borða um 23 þúsund manns hádegismat á virkum degi, flest þeirra börn. Í nýsamþykktri matarstefnu borgarinnar er eitt yfirmarkmiðanna það að stytta leiðina og gera hana sýnilegri frá bónda ofan í maga. 
 
Þetta ætti að vera leiðarhnoð okkar allra í matarinnkaupum.
Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...