Sameinuðu þjóðirnar óttast um stöðu grunnvatns
Næstum helmingur jarðarbúa stendur frammi fyrir miklum vatnsskorti, að minnsta kosti einhvern hluta ársins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu UNESCO, Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá er því spáð að þetta ástand haldi áfram að versna og jafnvel talað um yfirvofandi kreppu í neysluvatnsmálum jarðarbúa.