Mikil vinna og puð að súta skinn en skemmtilegt
„Það er nóg að gera og þetta er virkilega skemmtilegt. Það að súta skinn er á við góðan sálfræðitíma,“ segir Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi í Ystu-Görðum í gamla Kolbeinsstaðahreppi í Borgarbyggð, sem hefur undanfarin ár verið önnum kafin við þá iðju.