Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starrastaðir
Bóndinn 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan búið frá árinu 1901 er Ólafur Sveinsson frá Bjarnastaðahlíð fluttist þangað með fjölskyldu sína og hóf búskap. Hann kaupir síðan Starrastaði af kirkjunni 1916 og jörðin hefur því verið í eigu fjölskyldunnar í 107 ár. Á Starrastöðum hefur alla tíð verið blandaður búskapur með sauðfé, kýr og hross. Árið 1984 voru svo heitavatnslindir virkjaðar og fyrsta gróðurhúsið reist 1985. Árið 2000 lagðist kúabúskapur af þegar heimilisfaðirinn Eyjólfur Pálsson lést.

Býli: Starrastaðir.

Staðsett í sveit: Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Ábúendur: María Reykdal, Þórunn Eyjólfs- dóttir og Sigurður Baldursson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson, Erna María Guðmundsdóttir (11 ára) og Eyjólfur Örn Guðmundsson (8 ára).

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sjö manna fjölskylda, hundarnir Barón, Tígull og Spaði auk gróðurhúsakattarins Tinnu.

Stærð jarðar og gerð bús? 460 ha, þar af 35 ha tún. Sauðfjárbú og rósarækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru á bænum 413 kindur, ca 40 hross og rósir í 650 fm gróðurhúsum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur byrjar á því að skepnunum er gefið og allir fara í sína vinnu fjarri bænum. Þegar heim er komið er farið að sinna sauðfénu, klippa rósir og pakka og koma þeim í sölu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegustu bústörfin eru sauðburður og smalamennskur á haustin og að vinna við rósirnar í gróðurhúsunum þegar frost og kuldi er úti. Leiðinlegustu störfin eru girðingarvinna og skítmokstur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verður allt með svipuðu sniði en hugsanlega búið að stækka gróðurhúsin þar sem mikil eftirspurn er eftir rósum frá okkur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum hjá okkur er alltaf til ostur, Sveitabiti frá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhaldsmaturinn á heimilinu eru innbökuð lambahjörtu og hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar yngsta dóttirin var að raka heyi á gamla Deutz með dragtengda rakstrarvél aftan í og skellti traktornum með rakstrarvélinni í heilu lagi ofan í breiðan skurð, lenti á hjólunum. Var of forvitin að fylgjast með hinum og gleymdi að beygja.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...