Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Syðri-Hofdalir
Bóndinn 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22 km frá Varmahlíð og einnig frá Sauðárkróki. Þar búa hjónin Klara Helgadóttir og Atli Már Traustason, ásamt hinum ýmsu öngum fjölskyldunnar.

Ábúendur: Klara Helgadóttir, Atli Már Traustason, Trausti Kristjánsson og Ingibjörg Aadnegard.

Fjölskyldustærð: Fjölskyldustærð er mjög teygjanlegt hugtak. Á Syðri- Hofdalatorfunni búa Atli og Klara ásamt Anítu Ýri, 21 árs, sem reyndar er í útlegð í Svarfaðardalnum hjá kærastanum, og Trausta Helga 16 ára, Trausti og Imba, Trausti Valur (bróðir Atla) ásamt Gunnhildi og fjórum börnum, Friðrik Andri (elsti sonur Atla og Klöru) ásamt Lilju Dóru og Veigari Má en þau búa í Fagraholti, sem er tekið út úr landi Syðri-Hofdala. Valla, frænka Atla, býr síðan fyrir ofan veg í Einholti.

Stærð jarðar: Syðri-Hofdalir eru um 300 ha þar af 100 ha ræktaðir. Einnig nytjum við jörðina Svaðastaði sem liggur að Syðri-Hofdölum en hún er um 1.200 ha, þar af 40 ræktaðir.

Gerð bús: Blandaður búrekstur, mjólkurframleiðsla, nautakjöts- framleiðsla, hrossarækt og sauðfjárrækt í meintri riðupásu.

Fjöldi búfjár: Um 80 mjólkurkýr auk uppeldis, 120 naut í eldi, alls um 300 nautgripir, 60 hross, sauðfé var um 700 við niðurskurð, tveir smalahundar og einn minkahundur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagurinn hefst á mjöltum kl. 06. Um kl. 10 stormar Atli af stað í „vinnuna“ en hann dundar við að sinna þurfandi mjólkurkúm kollega sinna í firðinum. Önnur tilfallandi störf eftir árstíðum. Seinni mjöltum lýkur um kl. 20 en oft vill vinnudagurinn teygjast fram eftir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Atla finnst jarðvinnsla skemmtilegust en trúlega er hann einn um þá skoðun. Sauðburður var ofarlega á listanum hjá yngri kynslóðinni. Leiðinlegast er að fást við bilaðar vélar og veikar skepnur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Fleiri kýr, meiri mjólk,100 kg meira meðalfall á nautum með tilkomu kyngreinds sæðis, aftur sauðfé og hver veit nema fjárfest verði í mjaltaþjónum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Rjómi, lýsi og AB mjólk, annars er hann yfirleitt tómur ;)

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Grillað folaldakjöt, hvítlauksristaður humar, jólafrómasinn og hefðbundið lambalæri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar ný fjárhús voru tekin í notkun árið 2004 og öll vinnan við sauðféð fór fram undir einu þaki í stað þess að vera á þremur jörðum. Einnig þegar nýja fjósið var tekið í notkun í mars 2019 og fyrstu dagarnir á eftir þegar halda þurfti á hverri kú inn í mjaltabásinn renna seint úr minni.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...