Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neðan frá og upp.

DROPS Design: Mynstur vs-093

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)

Ummál: 76 (82) 94 (104) 122 (128) cm Málin á teikningu sýna flíkina full strekt, toppurinn verður minni vegna stroffprjóns. Toppurinn kemur til með að vera teygjanlegur, þannig að prjónaðu þá stærð sem þú gerir vanalega.

Garn: DROPS BELLE (fæst í Handverkskúnst)
250 (250) 300 (300) 350 (350) g litur á mynd nr 15, gallabuxnablár

Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 4 eða sú stærð sem gerir 21 lykkjux 28 umferðir = 10x10 c m

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

TOPPUR – stutt útskrýring á stykki: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp.

FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 144 (156) 180 (204) 240 (252) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Belle. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Setjið 1 prjónamerki á milli 2 lykkja slétt í hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu = 72 (78) 90 (102) 120 (126) lykkjur á milli prjónamerkja. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt (með prjónamerki) – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið. Aukið svona út hvoru megin við 2 lykkjur slétt með 5 (5) 6 (6) 7 (7) cm millibili alls 4 sinnum = 160 (172) 196 (220) 256 (268) lykkjur. Þegar stykkið mælist 26 (27) 28 (29) 30 (31) cm, fellið af 6 (6) 6 (10) 10 (10) lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 2-2-2-4-4-4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt (= prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja) og 2-2-2- 4-4-4 lykkjur brugðið). Setjið síðustu 74 (80) 92 (100) 118 (124) lykkjur á þráð fyrir bakstykki.

FRAMSTYKKI: = 74 (80) 92 (100) 118 (124) lykkjur. Prjónið 2 (2) 2 (4) 4 (4) umferð fram og til baka yfir þessar lykkjur í stroffprjóni eins og áður, en 2 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið síðan lykkjur á þráð.

BAKSTYKKI: Setjið til baka 74-80- 92-100-118-124 lykkjur af þræði frá bakstykki á hringprjón 4 og prjónið alveg eins og á framstykki. Nú eru stykkin sett saman við berustykki eins og útskýrt er að neðan.

BERUSTYKKI: Prjónið stroffprjón yfir lykkjur á bakstykki, fitjið laust upp 44 (44) 50 (50) 56 (56) nýjar lykkjur fyrir fyrri ermi, setjið til baka lykkjur af þræði (= framstykki) á prjóninn og prjónið stroffprjón yfir þessar lykkjur, fitjið laust upp 44 (44) 50 (50) 56 (56) nýjar lykkjur fyrir hina ermina = 236 (248) 284 (300) 348 (360) lykkjur. Héðan er nú stykkið mælt.

LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið) – passið uppá að lykkjurnar passi yfir framstykki og bakstykki.

STÆRÐ S (M) L: JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir 6 lykkjur í byrjun / lok bæði á framstykki og bakstykki (alls 8 lykkjur færri) = 228 (240) 276 (300) 348 (360) lykkjur.

ALLAR STÆRÐIR: Nú er prjónað áfram stroffprjón (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm er önnur hver eining með 4 lykkjur brugðið fækkað til 3 lykkjur brugðið, haldið áfram í stroffprjóni. Þegar stykkið mælist 6 (6) 6 (7) 7 (7) cm, fækkið þeim brugðnu einingum sem eftir eru frá 4 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið = 190 (200) 230 (250) 290 (300) lykkjur. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar berustykkið mælist 8 (9) 9 (9) 10 (10) cm, fækkið öllum brugðnu einingum frá 3 lykkjur brugðið til 2 lykkjur brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til berustykkið mælist ca 10 (11) 10 (11) 12 (13) cm. Stærð S og M er nú lokið, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

STÆRÐ L (XL) XXL (XXXL): Þegar stykkið mælist 10 (11) 12 (13) cm, fækkið annarri hverri einingu brugðið frá 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni. Þegar stykkið mælist 12 (13) 14 (15) cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið þráðinn og festið.

Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL