Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.

DROPS Design: Mynstur me-082-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm

Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst) litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.

EYRNABAND:

Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 221⁄2 (231⁄2) 24 (241⁄2) cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48 (49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.

Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Skylt efni: eyrnaband

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...