Fallegir sokkar úr Drops Nord
Sokkarnir eru prjónaðir með stroffprjóni og fölskum köðlum úr Drops Nord. Garnið verður á 30% afslætti hjá okkur frá 8.-31. júlí.
Skóstærð: 35/37 (38/40) 41/43
Lengd fótar: ca 22 (24) 27 cm.
Hæð á sokk niður að hæl: ca 12 cm í öllum stærðum.
Garn: DROPS NORD (fæst í Handverkskúnst) 100 (100) 100 g, litur á mynd nr 18, gulur
Prjónfesta: 26 lykkjur með sléttu prjóni = 10 cm. Prjónar: sokkaprjónar nr 2,5
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Hælúrtaka
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 (8) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 8 (8) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 (7) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7 (7) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 13 (15) 17 lykkjur eru eftir á prjóni.
ÚRTAKA-2 (á við um tá):
Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki og alls 4 lykkjur færri í umferð).
SOKKUR: Fitjið upp 66 (68) 72 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með Nord. Byrjun á umferð = mitt að aftan. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt*, prjónið frá *-* yfir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur, prjónið A.1 (= 39 lykkjur), *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* yfir næstu 12 (14) 16 lykkjur og endið með 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroffprjón þar til A.1 hefur verið prjónað til loka. Fækkið um 2 lykkju í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 = 64 (66) 70 lykkjur. Stykkið mælist ca 3 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur, prjónið A.2 (= 37 lykkjur) og prjónið stroffprjón eins og áður yfir þær 13 (15) 17 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 12 cm í öllum stærðum. Prjónið nú hæl þannig: Haldið eftir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur og síðustu 13 (15) 17 lykkjur á prjóni fyrir hæl = 27 (29) 33 hællykkjur. Setjið þær 37 lykkjur sem eftir eru mitt á fæti á þráð eða látið þær hvíla á prjóni. Prjónið stroffprjón eins og áður fram og til baka yfir hællykkjur og fitjið jafnframt upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið í fyrstu umferð (= kantlykkjur) = 29 (31) 35 hællykkjur.
Prjónið þar til hællinn mælist 5 (51⁄2) 6 cm og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð = 27 (29) 33 hællykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – prjónamerkið er notað síðar til að mæla lengd á fæti frá. Prjónið
HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 13 (15) 17 hællykkjur, prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hlið á hæl innan við 1 kantlykkju, setjið 1 prjónamerki, prjónið A.2 eins og áður yfir 37 lykkjur ofan á fæti, setjið 1 prjónamerki og prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl innan við 1 kantlykkju = 76 (80) 86 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur með A.2 ofan á fæti og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru undir fæti. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað núna hvoru megin við 37 lykkjur á milli prjónamerkja á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir seinna prjónamerki á fæti slétt saman.
Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 12 (12) 13 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur.
Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 17 (19) 21 cm undir fæti frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 5 (5) 6 cm til loka máls, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Takið frá öll prjónamerkin í stykkinu og setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7 (6) 8 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4 (6) 5 sinnum = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum.
Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22 (24) 27 cm undir fæti frá prjónamerki á hæl. Prjónið hinn sokkinn alveg eins.