Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Höfundur: Handverkskúnst

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað úr Drops Air en einnig hægt að nota ýmsar aðrar Drops tegundir.

DROPS Design: Mynstur ai-039-bn

Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) ára

Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst)
100 (100) 100 (150) 150 (150) g litur á mynd nr 15, fjólublá þoka

Prjónar: Hringprjónar: 40-60 cm nr 4, 60-80 cm nr 5. Sokkaprjónar nr 4 og 5 eða sú prjónastærð sem þarft til að fá 17L x 22 umf = 10x10 cm

Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).

VESTI – stutt útskrýring á stykki:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður stroffkantur í kringum hálsmál og í kringum báða handvegi.

Fram- og bakstykki: Fitjið upp 108 (116) 124 (128) 136 (144) lykkjur á hringprjón nr 4. Prjónið 1 umferð brugðið, tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið stroff (= 1L slétt, 1L brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5.

Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 16 (18) 21 (24) 27 (30) cm fellið af lykkjur fyrir handvegi þannig: Fellið af fyrstu 4 lykkjur í umferð, prjónið næstu 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 8 lykkjur, prjónið næstu 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur í umferð. Látið lykkjur fyrir framstykki hvíla á prjóni eða setjið þær á þráð á meðan bakstykkið er prjónað.

Bakstykki: = 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 1 sinni = 40 (44) 48 (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 31 (34) 38 (42) 46 (50) cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 18 (20) 22 (24) 24 (26) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 10 (11) 12 (12) 14 (15) lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Framstykki: = 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 1 sinni = 40 (44) 48 (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28 (30) 34 (37) 41 (44) cm. Í næstu umferð eru settar miðju 10 (12) 14 (16) 16 (18) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 3 sinnum = 10 (11) 12 (12) 14 (15) lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Frágangur: Saumið axlasauma.

Kantur í handvegi: Notið stuttan hringprjón eða sokkaprjóna nr 4, byrjið frá réttu neðst í handveg og prjónið upp ca 58 (62) 66 (70) 74 (78) lykkjur innan við 1 kantlykkju hringinn allan handveginn (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn (= 1L slétt, 1L brugðið) þar til kanturinn mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Kantur í hálsmáli: Notið stuttan hringprjón eða sokkaprjóna nr 4, byrjið frá réttu við axlasauminn og prjónið upp ca 56 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur í kringum hálsinn (meðtaldar lykkjur af þræði, lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn þar til kantur í hálsi mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024