Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fallegur púði
Hannyrðahornið 5. júní 2014

Fallegur púði

Það getur verið gaman að prjóna eða hekla fallega púða til að lífga upp á heimilið eða sumarbústaðinn. Þessi getur verið eins stór og maður vill, það hleypur á 11 lykkjum og 14 umferðum sem maður bætir við þessa uppskrift eins oft og maður vill.

Stærð: 35x37 cm.
Efni: 3 dokkur Whistler-grænt en það er til í 7 litum alls sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4,5 eða 5.
Heklunál nr. 5
3 tölur.
Aðferð. Prjónað er fram og til baka ferningar sem eru 11 lykkjur og 14 umferðir hver.
 

Púði:
Fitja upp 66 lykkjur.
Prjóna 11 lykkjur slétt og 11 lykkjur brugðið 14 umferðir.
Nú eru prjónaðar 11 lykkjur brugðnar yfir sléttu lykkjurnar og 11 lykkjur sléttar yfir brugðnu lykkjurnar 14 umferðir.
Þetta er endurtekið þar til komir eru 12 ferningar á lengdina og stykkið mælist ca 70 cm.
Nú er fellt af.
Hliðarnar eru lagðar saman og heklað fastahekl gegnum báðar hliðar 1 lykkja í hverja lykkju allan hringinn nema skilið er eftir op ca 13 sm á miðri einni hliðinni. Sú hlið sem er heil það er þarf ekki að hekla saman þar er heklað fastahekl í hverja lykkju á samskeytum milli brugðins og slétts fernings .
Best er að byrja við opið og enda hringinn á að hekla fastahekl meðfram annarri hlið opsins ca 20 l
Snúa við og hekla 5 l fastahekl 3 ll ( hnappagat) 5 fastalykkjur í næstu 5 l 3 ll 5 l fastahekl, 3 ll 5 l fastahekl. Klippa frá og ganga frá enda.
Á hinni hlið opsins er heklað fastahekl í hverja lykkju fram og til baka ca 25 fastalykkjur 4 umferðir.
Klippa og ganga frá. Á þennan flipa eru festar 3 tölur á móti hnappagötunum.
Nú eru heklaðar tungur allan hringinn þannig.
1 fastalykkja 6 stuðlar í aðra lykkju frá fl 1 fastalykkja. Tungurnar eru heklaðar hringinn.
Passa að hornin verði eins.
Þegar kemur að opinu eru tungurnar heklaðar meðfram hliðinni sem tölurnar koma á.
Gengið frá endum og púði með púðafyllingu settur inn í.


Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir

4 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...