Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frozen jólakjóll
Hannyrðahornið 26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Enn er nægur tími til að prjóna jólakjóla á litlu dömurnar.

Þessi gerði mikla lukku hjá litlu ömmustelpunni minni og duga ekki færri en nokkrir ef allar litlu prinsessurnar eiga að fá kjól fyrir jólin. Við sitjum bara við enda tæpar 5 vikur til jóla.


Stærðir: 2/3, 4/5, 6/7.

Ef þið viljið stærri kjól þá hleypur munstrið á 20 lykkjum  og prjónafestan 20 lykkjur og 28 umferðir gera 10x10xsm.

Ummmálið yfir brjóstið undir ermum er 60- 62-64 sm.

Frá ermi upp að hálsmáli yfir öxl 17-19-22 sm.

Sídd: frá undir hendi niður á fald 38-45- 48 sm hann má þessvegna líka vera síður , best að mæla síddina á dömunni sem á að fá hann.

Garn: Kar sim frá Kartopu nr 550 einmitt rétti liturinn í Frozen kjól og það glitrar á það eins og nýfallinn snjór. Nr 010 hvítt glitrandi Kar sim . Ein dokka af hvoru dugar í kjólinn það er afgangur af minnsta kjólnum þannig að 1 af hvoru dugar líka í stærri kjól . Garnið fæst í flest öllum útsölustöðunum sem þið sjáið á www.garn.is og einnig í netversluninni sem sendir hvert á land sem er.

Prjónar: Hringprjónn nr 4 eða 4,5 eftir því hvað þið prjónið fast. Sokkaprjónar í sömu stærð fyrir ermarnar og hálsmálið.  Gott að not stutta 15 sm prjóna fyrir svona lítil stykki.

Aðferð: Byrjað er að fitja er upp á kjólnum neðan á pilsinu með blágrænu tengt saman og prjónað í hring.

Prjónuð gatarönd þar sem brotið er inn af og lagt niður við pilsfaldinn.

Munsturbekkur prjónaður, merkt fyrir úrtökum og tekið úr samkvæmt því.

Prjónað með blágrænu upp að höndum.  Ermar prjónaðar með hvíta litnum með gatarönd að neðan og að því loknu eru ermar og bolur sameinaðar á hringprjóninn og prjónað áfram með hvítu. Raglanúrtaka með 2 sléttum lykkjum á milli úrtakanna í annarri hverri umferð. Tekið úr á miðri erminni að ofan til að fá smá púff í ermina.

Hálsmálið er prjónað eins og neðan á pilsinu með gatarönd.



Kjóll:

Fitjið upp 180-200-220 L með blágrænu og tengið í hring.

Prjóna slétt 4 umferðir þá er gerð gatarönd þannig.

Prjónið 1 l sl slá uppá prjóninn taka 2 l saman endurtakið allan hringinn.

Prjóna síðan slétt 10-12-12 umferðir.

Nú er munsturbekkurinn prjónaður.

Að því loknu eru prjónaðar 6-10-14 umferðir slétt með blágrænu.

Þá er merkt fyrir úrtökum á 10 stöðum með 18-20-22 L millibili.

Síðan er teknar 2 L saman  við þessi merki í 5 hverri umferð 5 sinnum, passa að úrtökurnar myndi beina röð upp pilsið. 

Prjónið nú slétt i hring þar til réttri sídd er náð 38-42-46  cm eða þá sídd sem passar á barnið , má líka hafa hann síðan ef vill. 

Þegar réttri sídd er náð eru 8 l settar á hjálparnælu sitt hvoru megin fyrir ermunum.

Passið að staðsetja þessar lykkjur  beint fyrir ofan úrtökuröð með jafn margar lykkjur að framan og aftan á kjólnum.

Ermar: 
Fitjið upp með hvíta Kar sim garninu 40-42-44 l á sokkaprjóna ( gott að hafa stutta sokkaprjóna 15 sm. þegar prjónuð eru svona lítil stykki).

Prjónið nú í hring 4 umferðir slétt.

Prjónið nú gataumferð á sama hátt og neðan á kjólnum : 1 sl l slá upp á prjóninn, taka 2 l saman endurtekið allan hringinn , prjónið þar næst 4 umferðir slétt.

Í næstu umferð  er aukið út um 14 l jafnt yfir ermina þannig að nú eru 54-56-58 l á prjóninum.

Prjónið þar næst 10-12-14 umferðir en þá eru 8 l settar á hjálparprjón undir miðri erminni.

Prjónið hina ermina eins.

Axlastykki:
Sameinið nú á einn hringprjón framstykki, ermi, bakstykki og hina ermina.

Merkið fyrir samskeytum erma og bols þar sem ermar og bolur mætast. Nú er prjónað með hvíta kar sim garninu bæði bolur og ermar.

Nú er tekið úr í raglan/laska úrtöku þannig að í annarri hvorri umferð eru teknar 2 l saman sitt hvoru megin við samskeytamerkin með 2 sl lykkjum á milli.

Prjónið þannig 14-16-18 umferðir en þá eru teknar saman 2 l í röð 6 sinnum ofan á miðjum ermunum til að mynda fallega púffermi.

Prjónið síðan þangað til 72-78-84 l eru á prjóninum eða eins og ykkur finnst passa fyrir höfuðið á barninu.

Þá er gott að skipta yfir á sokkaprjónana og nú eru prjónaðar 6-8-8 umferðir slétt án úrtöku. Þar næst er prjónuð gatarönd eins og ermunum og pilsinu 1 sl l slegið uppá og teknar 2 l saman.

Prjónið 4 umferðir slétt og fellið síðan laust af.

Frágangur:
Lykkið saman ermar og bol undir höndunum.

Leggið inn af kraganum, ermunum og pilsinu um gataumferðina og saumið fast svo að fallegar tungur myndist. Dragið ermarnar aðeins saman þegar þið saumið þær svo myndist pífa fremst á þeim. Gangið frá öllum endum.

Skolið úr og leggið til þerris.

Góða skemmtun.

       

2 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...