Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Golfkylfuhlífar
Hannyrðahornið 8. maí 2014

Golfkylfuhlífar

Nú er vor í lofti og kylfingar farnir að hugsa sér til hreyfings.
Því er ekki úr vegi að prjóna fallegar hlífar yfir golfkylfurnar svona til tilbreytingar við flottu merkjahlífarnar sem margir eiga.
Til þess getum við sem prjónum mikið notað afgangana í prjónakörfunni og sett saman fallega liti og mynstur eftir getu og smekk hvers og eins .
Þetta er ágæt æfing fyrir byrjendur í að prjóna vettlinga þar sem þetta er svipað nema það er enginn þumall til að glíma við.
Megi svo sumarið verða okkur gott og gjöfult til sjávar og sveita og við skulum njóta hvers dags sem sólin skín .
Í þessar hlífar notuðum við Basak , rautt og hvítt annarsvegar gula Lyppu og fjólublátt Frapan hinsvegar.
Þið getið séð litina á www.garn.is.
Sokkaprjónar nr 4
Aðferð: Prjónað í hring með sokkaprjónunum.
Stroffið er prjónað með einföldu garni en bolurinn með tvöföldu.
Aukið út og tekið úr í hliðunum.
Fitjið upp 34 lykkjur með einföldu garni og skiptið þeim jafnt á 4 sokkaprjóna.
Prjónið nú stroff í hring 1 slétt og 1 brugðin alls 16 sm.
Nú er prjónað áfram slétt með tvöföldu garni 6 umferðir.
Gott er nú að setja prjónamerki í sitthvora hlið stykkisins og við byrjum á að auka út um 1 lykkju sitthvoru megin við merkin i báðum hliðum = 38 lykkjur á prjóninum.
Prjóna áfram 8 umferðir.
Auka þá aftur út um 1 lykkju sitthvoru megin við merkin =42 lykkjur á prjóninum.
Prjóna nú 6 umf og enn aukið út á sama hátt = 46 l.
Nú eru prjónaðar rendur.
Gula hlífin:
Prjónið nú 3 umferðir með tvöföldu fjólubláu Frapan, 3 umferðir gult , 3 umferðir Frapan 3 umferðir gul Lyppa en í þeirri umferð eru teknar saman 2 lykkjur sitt hvoru megin við prjónamerkin = 42 lykkjur á prjónunum, 3 umferðir fjólublátt. Áfram prjónað með gulu.
Nú eru teknar saman 2 l sitthvorumegin við prjónamerkin báðum megin. Prjónaðar 2 umferðir .
Teknar 2 l saman sitthvoru megin við merkin í hliðinni , tekið úr á sama hátt í annari hvorri
umferð 4 sinnum og síðan í hverri umferð þar til 2 l eru eftir á hverjum prjóni þá er garnið dregið í gegnum allar lykkjurnar og gengið frá endanum.
Rauðu hlífarnar eru prjónaðar eins nema með hvítum röndum úr tvöföldu garni .
Hvíta hlífin er prjónuð eins upp að rönd en þá er prjónað 1 hvít og ein rauð lykkja til skiptis og síðan rauð l yfir hvíta og hvít l yfir rauða alls 4 umferðir.
Tekið úr á sama hátt og í hinum .
En þegar röndin er búin er prjónað áfram með tvöföldu rauðu Basak .
Tilvalið er að nota allskonar mynstur og litasamsetningar eftir því hvað er til í prjónakörfunni . Fangamark eigandans mætti líka prjóna í hlífarnar.
Gleðilegt sumar.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...