Hádegisblóm
Þetta dúlluteppi er heklað úr Scheepjes Our Tribe sem er nýlegt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Það er sjálfmynstrandi og því tilvalið í svona klassísk dúlluteppi. Garnið er merino ullarblanda sem gerir það mýkra en annað sambærilegt garn en samt má skella því í þvottavél. Uppskriftina er einnig hægt nálgast rafrænt á www.GARN.is með fleiri myndum og útskýringum.
Garn: Scheepjes Our Tribe (100g/420m), fæst hjá Handverkskúnst.
100g litur 970, Cypress Textiles
100g litur 967, Simy
100g litur 964, New Leaf
100g litur 963, Haak Maar Raak
200g litur 881, Blackberry Black
Úr einni dokku af Scheepjes Our Tribe nást um 20 ferningar, jafnvel fleiri. Ein dokka af svörtu dugði í kant á um 55 dúllur.
Heklunál: 3 mm
Teppastærð: 115 x 80 cm eftir þvott
Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, HST – hálfstuðull, ST – stuðull, TBST - tvíbrugðinn stuðull (tvöfaldur stuðull), OTBST - opinn tvíbrugðinn stuðull, 3 OTBST - þrír opnir tvíbrugðnir stuðlar heklaðir saman
Uppskriftin:
Heklið 4 LL, tengið saman í hring með KL.
1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 15 ST inn í hringinn, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf. (16 ST)
2.umf:Heklið 4 LL (telst sem 1 ST + 1 LL), *1 ST í næstu L, 1 LL*, endurtakið frá * að * 14 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fjórum sem heklaðar voru í byrjun umf. (16 ST + 16 LL-bil)
3. umf: Heklið KL í næsta LL-bil, 3 LL, 2 OTBST í sama LL-bil (telst sem fyrsti 3 OTBST), 3 LL, *3 OTBST í næsta LL-bil, 3 LL*, endurtakið frá * að * 14 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í fyrsta 3 OTBST umf.
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, 4 LL (telst sem 1 TBST), [2 TBST, 3 LL, 3 TBST] í sama LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, 3 HST í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, *[3 TBST + 3 LL + 3TBST] í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, 3 HST í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil*, endurtakið frá * til * 2 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í fjórðu LL af þeim fjórum sem heklaðar voru í byrjun umf.
5.umf:Heklið3LL(telstsem1ST),1STínæstu2L, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið, *1 ST í næstu 15 L, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið*, endurtakið frá * að * 2 sinnum til viðbótar, 1 ST í næstu 12 L, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf EÐA slítið frá og gerið ósýnilegan frágang. Skiptið um lit, byrjið næstu umferð hvar sem er á dúllunni.
6umf:TengiðmeðKLíeinhverjaL,heklið3LL(telst sem 1 ST), heklið *1 ST í hverja L fram að horni, [2 ST+3LL+2ST]íhornið*, endurtakiðfrá*að*3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf EÐA slítið frá og gerið ósýnilegan frágang.
Ferningar tengdir saman: Ég vildi einfalda leið til að tengja saman ferningana og valdi því að hekla þá saman með keðjulykkjum að framan. Ég legg tvo ferninga saman og læt röngurnar snúa saman. Byrja á hornunum í miðju lykkjunni af þeim þremur loftlykkjum sem eru í horninu, sting nálinni í fremri lykkjuna á ferningnum sem snýr að mér og aftari lykkjuna á hinum ferningnum, svo hekla ég keðjulykkjur.
Kantur:
1. umf: Tengið með KL í hvaða L sem er, heklið 2 LL (telst ekki með), heklið 1 ST í sömu L og KL var gerð í, *heklið 1 ST í hverja L að samskeytum ferninganna, 2 ST í LL-bil á fyrri ferning, 2 ST í LL-bil á seinni ferning*, endurtakiðfrá*að*aðnæstahorni,[2ST+3LL+ 2 ST] í hornið**, endurtakið frá * að ** 3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L að samskeytum ferninganna, 2 ST í LL-bil á fyrri ferning, 2 ST í LL-bil á seinni ferning út umf, lokið umf með KL í fyrsta ST.
2. umf: Heklið 2 LL (telst ekki með), heklið 1 ST í sömu L og KL var gerð í, *heklið 1 ST í hverja L fram að horni, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið* endurtakið frá * að * 3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L út umf, lokið umf með KL í fyrsta ST.
Endurtakið 2. umf þar til kanturinn er orðinn eins stór og þú vilt hafa hann eða bara þar til garnið er búið.
Heklkveðjur frá píunum í Handverkskúnst Elín, Guðrún & Henný.