Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Handprjónaður trefill
Hannyrðahornið 20. mars 2014

Handprjónaður trefill

Nú gengur eins og eldur í sinu nýjasta fyrirbærið af prjóni, sem er handaprjón.
 
Þá eru ekki notaðir prjónar heldur gegna hendurnar hlutverki prjónanna.
 
Erfitt er að lýsa þessu án mynda en hægt er að fara inn á Youtube og sjá þetta þar undir 30 minute scarf arm knitting. 
 
Við notuðum 2 dokkur af tvöföldu Gipsy nr. K210 og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2206 í appelsínugula trefilinn.
 
1 dokku af tvöföldu K512 Gipsy blágrænu og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2209 í blágræna trefilinn.
 
Í rauða trefilinn notuðum við tvöfalt blúndugarn sem heitir Operadarte rautt á litinn nr. 10.
 
Byrjað er á því að fitja upp eins og venjulega er gert með prjónum upp á hægri hendi 12 lykkjur.
 
Síðan er prjónað fram og til baka garðaprjón af vinstri hendi upp á hægri til skiptis þar til trefillinn er nógu langur.
 
Rauði trefillinn er síðan lykkjaður saman snúinn þar sem hann er lagður um hálsinn.
 
En hinir eru lykkjaðir saman réttir og hafðir tvöfaldir um hálsinn. 
 
Þetta er eitthvað sem allir geta gert þó að þeir hafi ekki mikla æfingu í að prjóna.

50 myndir:

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...