Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hlýr og mjúkur galli
Hannyrðahornið 17. júlí 2014

Hlýr og mjúkur galli

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Þó að sumarið hafi verið hlýtt á köflum þá styttist í haustið og gott að hafa hlýjan mjúkan galla þegar börnin sofa úti eins og allflest börn gera á Íslandi.

Stærð: 3-6, 9-12 mánaða

Efni: Merino ull frá Kartopu nr k838, 100 g x 3 dokkur. Alpaca frá Garn.is blátt til að hekla með í kring.Merino ullin er til í hvítu, beige, rauðu, svörtu, eplagrænu, bleiku og dökkfjólubláu. Sjá www.garn.is

Fæst í Bjarkarhóli, Nýbýlavegi 32 í Kópavogi og í vefversluninni.

Prjónar: Nr 5 sokkaprjónar og hringprjónar 60 cm.

Prjónfesta: 18 L og 23 umferðir gera 10x10x cm.

Tölur: No 4985052 frá Bjarkarhóli.

Aðferð: Prjónað neðan frá og upp.

Skálmarnar prjónaðar þannig að fyrstu 4 cm eru prjónaðir perluprjón (1sl, 1 br í næstu umferð er prjónuð sl yfir brugðna og brugðin yfir slétta) í hring á sokkaprjóna nr 5.

Bolur er prjónaður fram og til baka sléttprjón nema 6 l í byrjun og enda hvers prjóns er prjónaðar með perluprjóni. Gerð eru hnappagöt annaðhvort á vinstri eða hægri lista eftir því sem við á með jöfnu millibili.

Vinstri skálm. Prjónuð á sokkaprjóna nr 5. Fitjið upp 36-40 l og skiptið á 4 prjóna. Prjónið nú perluprjón í hring 4-5 cm.

Að því loknu er prjónað slétt í hring en í fyrstu umferðinni eru sett merki í byrjun umferðar innanfótar.
Þegar skálmin mælist 10-12 cm er aukið út sitt hvoru megin við merkið og það endurtekið 2-3 hvern cm alls 4-6 sinnum, samtals eiga þá að vera 44-52 l á prjónunum.

Þegar skálmin mælist 26-30 cm eru felldar af 3 l vinstra megin við merkið (aftan á skálminni), þá eiga að vera 41-49 l á prjónunum.

Geyma skálmina og prjóna hægri skálmina eins nema fella af 3 l í lokin hægra megin við merkið þ.e. aftan á þeirri skálm.

Bolur: Fitja upp 4 l sem er miðjan á bolnum að framan á hringprjón nr 5, prjónið hægri fótinn slétt upp á hringprjóninn, prjónið síðan vinstri fótinn inn á og að lokum eru fitjaðar upp 4 l sem er listinn hinum megin á flíkinni. Þessi listi er síðan prjónaður í perluprjóni 6 l alla leið upp og muna að setja 5-6 hnappagöt með jöfnu millibili alla leið upp þeim megin sem við á.

Nú eiga að vera alls 90-106 l á hringprjóninum.

Prjónið nú slétt prjón fram og til baka með 6 l perluprjón í byrjun og enda hverrar umferðar fyrir lista.

Fyrsta hnappagatið kemur eftir 5 umferðir og síðan í 14 hverri umferð.

Hnappagat: Prjónið 3 l frá kanti slá uppá taka 2 saman.

Þegar bolurinn mælist 51-64 cm eru framstykkin sett á hjálparprjóna og bakstykkið prjónað sér.

Setjið merki eftir framstykki, 21-26 sl l frá lista, 42-54 l bak og 21-26 sl l að lista.

Bakstykki: Bakstykkið er nú 42-54 l. Fitjið laust upp í enda umferðar báðum megin 5 l, 2-3 sinnum og 15-21 l einu sinni þá eiga að vera 92-126 l á prjóninum eftir síðustu uppfitjun báðum megin. Prjónað fram og til baka sléttprjón en munið að prjóna alltaf ystu 5 l báðum megin perluprjón, það er fremst á hvorri ermi.

Þegar allur bolurinn frá byrjun skálmar mælist 58- 77 cm eru felldar af miðjulykkjurnar fyrir hálsinn 8-12 l og hvor öxl prjónuð fyrir sig. Fellt af aftur 1-2 l fyrir hálsinn.

Næsta umferð er prjónuð brugðin þannig að það myndast garðaprjónsrönd. Annars prjónað áfram sléttprjón.

Þegar flíkin mælist 60-79 cm frá skálm eru lykkjurnar settar á hjálparprjón og geymdar. Prjónið hina öxlina eins.

Vinstra framstykki: Framstykkið sem er núna 21-26 l er prjónað slétt fram og til baka.

Fitjið upp í enda umferðar eins og á bakstykkinu nema bara öðrum megin þar sem listinn er ekki og þá eiga að vera á prjóninum 46-62 l munið að prjóna listann áfram upp með perluprjóni og ekki gleyma hnappagötunum þeim megin sem þau eru.

Þegar flíkin mælist 56-75 cm frá skálm er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar hálsmegin, 6 l einusinni og 1 l 2-3 sinnum. Næsta umferð er svo prjónuð brugðin þannig að það myndast garðaprjónsrönd eins og á bakstykkinu. Þegar flíkin mælist 60-79 cm frá skálm eða er jafn löng og bakstykkið. Geymið nú lykkjurnar á hjálparprjóni.

Prjónið hægra framstykki eins nema speglað.

Samsetning: Lykkja fallega saman fram og bakstykki á öxlunum gott er að hekla þau saman með þvi að draga eina lykkju af bakstykki gegnum eina lykkju af framstykki sitt á hvað og draga síðan endann gegnum síðustu lykkjuna og ganga vel frá honum.Ganga frá öllum endum.Sauma saman undir ermum, leggið listana að framan saman þannig að hnappagötin verði ofaná og saumið fast neðst ásamt því að sauma opið á milli skálmanna. Betra samt að sauma listana eftir að búið er að hekla meðfram þeim. Saumið tölurnar í á móti hnappagötunum.

Kragi: Takið upp 36-40 lykkjur kringum hálsmálið en sleppið listanum.

Prjónið perluprjón fram og til baka.

Setjið merki við axlarsaumana báðum megin og aukið út sitthvoru megið við merkið í 4 hverri umferð þar til kraginn mælist 5-7 cm

Fellið laust af.

Nú er heklað með bláu eða þeim lit sem þið veljið fastahekl meðfram kraganum og báðum listunum. Gætið þess að réttan á fastaheklinu snúi eins á kraga og lista.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...