Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Húfa og trefill frá DROPS Design
Hannyrðahornið 15. nóvember 2017

Húfa og trefill frá DROPS Design

Höfundur: Gallery Spuni
Það er fátt betra þegar fyrsti snjórinn kemur en að vera tilbúin með fallega húfu og trefil í stíl. 
 
Fara út í myrkrið og kuldann á morgnana í dásamlegu setti sem hæfir veðri.
 
Settið samanstendur af: Húfu og kraga með köðlum og áferðamynstri, prjónað ofan frá og niður. Stærð S – L. Settið er prjónað úr DROPS Puna.
 
DROPS Design: Mynstur 182-8 (hægt að prenta út beint af síðu garnstudio.com)
Í allt settið þarf um 200 g í báðar stærðir DROPS Puna.
 
HÚFA: 
Stærð: S/M - M/L
 
Höfuðmál:  ca 54/56 - 56/58 cm
 
Efni:  
DROPS PUNA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B).
100 g í báðar stærðir litur 10, bleikfjólublár.
Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
KRAGI:
Stærð: S/M - M/L
Mál: Ummál að ofan: 57-61 cm. Ummál að neðan: ca 84-91 cm. Hæð: 24-26 cm.
Efni: 
DROPS PUNA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150 g í báðum stærðum litur 10, bleikfjólublár
Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.
DROPS HRINGPRJÓNAR: (60 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. Og (60 cm) NR 3,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.
Kragi: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 48 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 42) = 1,1. Í þessu dæmi þá er aukið út á eftir ca hverri lykkju með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.
ÚRTAKA (jafnt yfir): 
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 6,6. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis ca 5. og 6. hver lykkja og 6. og 7. hver lykkja slétt saman.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður á sokkaprjóna/stuttan hringprjón.
BÁÐAR STÆRÐIR:
Fitjið upp 12 lykkjur á hringprjón 4 með Puna. ATH: Skiljið eftir ca 30 cm enda til að draga húfuna saman í lokin!
UMFERÐ 1: Prjónið slétt.
UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* hringinn = 24 lykkjur.
UMFERÐ 3: * 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* hringinn = 36 lykkjur.
UMFERÐ 4: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* = 48 lykkjur.
UMFERÐ 5: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn *, prjónið frá *-*. 
UMFERÐ 6: * 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-*.
UMFERÐ 7-8: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 42 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90 lykkjur (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.1 (= 15 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 120 lykkjur í umferð.
Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 18-14 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð í garðaprjóni – lesið ÚRTAKA (jafnt yfir) = 102-106 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt. Prjónið nú A.2a (= 51-53 mynstureiningar með 2 lykkjum) 3-4 sinnum á hæðina. Prjónið nú A.2b yfir hverja mynstureiningu A.2a 1-1 sinnum á hæðina. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26 lykkjur jafnt yfir = 126-132 lykkjur. Prjónið A.3 (= 21-22 mynstureiningar með 6 lykkjum) í kringum umferð. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 12-12 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð í garðaprjóni = 114-120 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar prjónaðar hafa verið 12 umferðir stroff er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Húfan mælist ca 27-28 cm. Dragið toppinn saman á húfunni með því að þræða endann upp og niður í lykkjurnar eina og eina, herðið að, festið enda.
 
KRAGI:
Kraginn er prjónaður í hring, ofan frá og niður.
 
Fitjið upp 153-162 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Snúið stykkinu og prjónið síðan í hring frá réttu þannig: Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) hringinn. Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir með stroffi er skipt yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 33-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA (jafnt yfir) = 120-128 lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 3 sléttar umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.2a (= 60-64 mynstureiningar með 2 lykkjum) alls 9-11 sinnum á hæðina. Prjónið A.2b yfir hverja mynstureiningu A.2a. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT í 3. umferð er aukið út um 24-28 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 144-156 lykkjur. Prjónið nú mynstur A.1 (= 24-26 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 192-208 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 0-1 lykkju jafnt yfir = 192-207 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með stroffi eru allar 2 lykkjur brugðnar auknar út til 3 lykkjur brugðnar = 256-276 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 6 umferðir með stroffi er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Kraginn mælist ca 24-26 cm á hæðina.
 
Kveðja, stelpurnar í Gallery Spuna.
 
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.