Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.
Stærðir:

S M L

Efni:

100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex

Prjónar:

Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6

Aðferð:

Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring

Húfan:

Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.

Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:

Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.

Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.

Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.

Skylt efni: húfa

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL