Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Innkaupanet
Hannyrðahornið 22. maí 2014

Innkaupanet

Mál: botn 21 cm
Hæð: 39 cm
Efni: Frapan blágrænn 3 dokkur, en til í 14 litum.
Heklunál nr 4.
Skammstafanir fp = fastapinni
ll = loftlykkja
Byrjað á botninum.
Fitja upp 4 ll og tengja í hring.
1.  Hekla 16 fp í hringinn, tengja.
2.  Hekla 2 fp í hvern fp tengja.
3. Hekla* 1 fp í næsta fp 2 fp í   þarnæsta fp* endurtaka   hringinn tengja.
4. Hekla * 1 fp í næstu 2 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka og tengja.
5. Hekla fp í fp, tengja.
6. Hekla * 1 fp í næstu 3 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka, tengja.
7. Hekla fp í fp tengja.
8. Hekla* 1 fp í næstu 4 fp , 2 fp í   næsta fp * endurtaka, tengja.
9. Hekla fp í fp , tengja.
10.  Hekla * fp í næstu 5 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
11. Hekla fp í fp, tengja.
12. Hekla * fp í næstu 6 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
13. Hekla fp í fp, tengja.
14. Hekla * fp í næstu 7 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
15.  Hekla fp í fp , tengja.
16. Hekla * fp í næstu 8 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka, tengja.
17. Hekla fp í fp , tengja.
18. Hekla * fp í næstu 9 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
19. Hekla fp í fp , tengja.
20. Hekla * fp í næstu 10 fp, 2 fp í   næsta fp*, endurtaka, tengja.
21. Hekla fp í fp, tengja.
22. Hekla * fp í næstu 11 fp, 2 fp í   næsta fp*, endurtaka, tengja.
23. Hekla fp í fp , tengja.
24. Nú eru heklaðar upp 8 ll og   heklaður 1 fp í 6. fp frá fyrstu ll.
Endurtekið allan hringinn. Ef lykkjufjöldinn passar ekki alveg má jafna á milli þannig að bilin verði nokkurnveginn jöfn. Hringnum lokað með fp í fyrstu ll.
25. Heklað 4 fp utan um fyrsta
bogann til að byrja á miðjum
boga og heklað síðan 8 ll og 1 fp
í miðjan næsta boga þannig
myndast net. Heklað svona
hringinn og lokað með fp í   fyrstu ll.
26. Hekla eins og áður 4 fp utan um
næsta boga, hekla 8 ll og 1 fp í
næsta boga.
27. Endurtaka síðustu umferð.
28. Í næstu umferð er ll fjölgað í 10
en að öðru leyti heklað eins
29. Síðsta umferð endurtekin þar til
16 loftlykkjubogar eru komnir
upp eða eins margir og þið viljið
hafa netið stórt.
30. Nú eru heklaðir 5 fp í hvern ll   boga allan hringinn og tengt í   hring.
31. Heklaðar 4 umferðir fp í fp.
32. Nú er hekaður hanki sem eru 5   fp, heklað fram og til baka 45   umferðir.
33. Í síðustu umferðinni er
hankinn heklaður fastur 10 fp
frá fyrsta fp.
34. Annar hanki heklaður eins beint
á móti í hringnum þannig að jafn
fjöldi af lykkjum verði á milli
báðum megin , festur eins.
35. Gengið frá endum og netið   tilbúið.

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...