Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is.

Garn: Lillemor by Permin (25g/100m), fæst hjá Handverkskúnst. 3 dokkur af hverjum lit, samtals 12 dokkur.

Heklunál: 3 mm

Teppastærð: ca 70 cm á breidd og 90 cm á lengd eftir þvott. Teppið stækkar aðeins eftir þvott því mynstrið í því opnar sig betur.

Skammstafanir: sl. – sleppa, L – lykkja. LL – loftlykkja, LL-bil – loftlykkjubil, FP – fastapinni, ST – stuðull, 2STsam – 2 stuðlar heklaðir saman (úrtaka).

Fitjið upp 172 L – eða margfeldið af 14+4.

1. umf: Heklið 1 ST í þriðju LL frá nálinni (þessar 2 LL sem sleppt er teljast ekki með), *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

2. umf: Heklið 2 LL (telst ekki með), 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl. 2 L, 1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

3.umf:Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L,1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

4. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit.

5.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, * 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

6. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl.2L,1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

7.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili,1 ST í næstu 3L, 2ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

8.umf: Heklið 2LL, 1 ST í fyrstu L,* 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit. Endurtakið 5.-8. umferðir 24 sinnum, eða þar til teppið hefur náð æskilegri lengd. Heklið svo 9. umferð einu sinni.

9. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu L, *2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4L, sl. 1L, 1 FP í næstu 2L, sl.1L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 FP í síðustu L.

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.