Manstu vorið?
Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, Einnig er hægt að prjóna hana úr einum þræði af t.d. DROPS Air eða Drops Nepal, sem er með 30% afslætti til 17. september nk. hjá okkur í Handverkskúnst ásamt fleiri alpaca-tegundum. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu, gatamynstri og 3⁄4 löngum ermum.
DROPS Design: Mynstur z-1017.
GARN: fæst í Handverkskúnst og á www.garn.is.
DROPS ALPACA (tilheyrir garnflokki A) 200 (250) 250 (300) 300 (350) g litur 100, natur.
Og notið:
DROPS KID-SILK (tilheyrir garnflokki A) 100 (100) 100 (125) 125 (150) g litur 07, ljóshiminblár. Einnig er hægt að nota 1 þráð af Drops Air 300 (300) 300 (350) 400 (450) g.
PRJÓNAR: Hringprjónar 40 og 80 cm, nr 3,5 og 4,5. Sokkaprjónar nr 3,5 og 4,5.
PRJÓNFESTA: 18 lykkjur x umferðir með sléttprjóni og 1 þræði í hvorri tegund = 10 x 10 cm.
LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan/eftir lykkjum með merki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður á framstykki/bakstykki slétt – þannig að það myndist gat. Uppslátturinn á ermum er prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni á framstykki/bakstykki og inn í gatamynstur á ermum.
ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað ofan frá og niður í hring á hringprjóna. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Kantur í hálsmáli er brotin tvöfalt að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 104 (108) 114 (118) 122 (126) lykkjur á hringprjón nr 4,5 með 1 þræði DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur).
Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 21⁄2 til 3 cm. Prjónið 1 umferð brugðið, kantur í hálsmáli er síðar brotinn niður hér. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til kantur í hálsmáli mælist ca 6 cm (= ca 3 cm kantur í hálsmáli þegar hann er brotinn tvöfaldur). Setjið eitt merki í byrjun umferðar (= mitt að aftan), berustykkið er mælt frá þessu merki.
BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón nr 4,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10 (10) 12 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 94 (98) 102 (106) 110 (114) lykkjur. Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu.
Teljið 13 (14) 15 (16) 17 (18) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 26 (28) 30 (32) 34 (36) lykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru eftir 13 (14) 15 (16) 17 (18) lykkjur á eftir síðasta merki (= hálft bakstykki). Í næstu umferð er prjónað MYNSTUR og aukið út fyrir laskalínu – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig:
Prjónið 13 (14) 15 (16) 17 (18) lykkjur slétt (= hálft bakstykki), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 1 lykkju slétt (1. merki situr í þessari lykkju), prjónið A.1, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur, prjónið A.3, prjónið 1 lykkju slétt (2. merki situr í þessari lykkju) (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 26 (28) 30 (32) 34 (36) lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu (= framstykki), prjónið 1 lykkju slétt (3. merki situr í þessari lykkju), prjónið A.1, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur, prjónið A.3, prjónið 1 lykkju slétt (4. merki situr í þessari lykkju) (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 13 (14) 15 (16) 17 (18) lykkjur slétt (= hálft bakstykki).
Haldið svona áfram hringinn með mynstur, en það er aukið út mismunandi á framstykki/ bakstykki og ermum – lestu því næstu kafla ÚTAUKNING ERMAR og ÚTAUKNING FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI að neðan, áður en þú prjónar áfram!
Útaukning ermar: Á ermum er aukið út alls 17 (20) 21 (23) 24 (25) sinnum í hvorri hlið (ásamt útaukningu í fyrstu umferð á eftir kanti í hálsmáli).
Útaukning á ermum er teiknuð inn í mynsturteikningu A.1 og A.3. Í hvert skipti sem A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, er pláss fyrri 2 mynstureiningar af A.2 á milli A.1 og A.3.
Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið á ermum eru prjónaðar í slétt.
Útaukning fram- og bakstykki: Á framstykki og bakstykki er aukið út fyrir LASKALÍNA alls 22 (24) 26 (29) 33 (36) sinnum (ásamt útaukningu í fyrstu umferð á eftir kanti í hálsmáli), aukið er út þannig: Aukið út í hverri umferð alls 0 (0) 0 (0) 4 (6) sinnum, síðan er aukið út í annarri hverri umferð alls 22 (24) 26 (29) 29 (30) sinnum.
Á EFTIR SÍÐUSTU ÚTAUKNINGU: Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 250 (274) 290 (314) 338 (358) lykkjur í umferð (70 (76) 82 (90) 100 (108) lykkjur á framstykki/bakstykki og 55 (61) 63 (67) 69 (71) lykkjur á ermum (ásamt 1 lykkju með merki í hvorri hlið á ermum). Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður, en nú er prjónað án útaukningar. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið á ermum eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19 (23) 24 (26) 27 (28) cm frá merki í hálsmáli.
SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 35 (38) 41 (45) 50 (54) lykkjur í slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 55 (61) 63 (67) 69 (71) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 (10) 12 (12) 14 (16) nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið 70 (76) 82 (90) 100 (108) lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 55 (61) 63 (67) 69 (71) lykkjur á þráð fyrir ermi, fijtið upp 10 (10) 12 (12) 14 (16) nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 35 (38) 41 (45) 50 (54) lykkjur í slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er stykkið mælt.
FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160 (172) 188 (204) 228 (248) lykkjur. Prjónið hringinn í slétt þar til stykkið mælist 20 (18) 19 (18) 19 (20) cm frá skiptingunni. Í næstu umferð byrjar stroffið jafnframt því sem í fyrstu umferðeraukiðútum0(4)4(8)8(12) lykkjur jafnt yfir, prjónað er þannig: Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5 og prjónið stroff (= 1 slétt, 1 brugðið – munið eftir útaukningu). Þegar stroffið mælist 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm, fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 47 (49) 51 (53) 55 (57) cm frá öxl.
ERMAR: Setjið 55 (61) 63 (67) 69 (71) lykkjur frá annarri erminni af þræði á hringprjóna nr 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10 (10) 12 (12) 14 (16) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 65 (71) 75 (79) 83 (87) lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10 (10) 12 (12) 14 (16) nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið hringinn í mynstri eins og áður, lykkjur mitt undir ermi og lykkjum sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið eru prjónaðar í slétt – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4 (21⁄2) 2 (11⁄2) 11⁄2 (1) cm alls 6 (8) 9 (10) 11 (12) sinnum = 53 (55) 57 (59) 61 (63) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 30 (27) 26 (23) 23 (22) cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið stroff (= 1 slétt, 1 brugðið) JAFNFRAMT því sem aukið er út um 1 (1) 3 (3) 5 (7) lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð. Þegar stroffið mælist 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm, fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 33-30- 29-27-27-26 cm frá skiptingunni.
FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur.