Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Melinda
Hannyrðahornið 25. júní 2018

Melinda

Höfundur: Handverkskúnst
Létt og þægilegt heklað hárband með slaufu.
 
Garn:  Drops Baby Merino, litur 46, 50 gr fæst hjá Handverkskúnst.
Heklunál: 3 mm.
Heklfesta:  
Stærð:  Ein stærð, sirka 56/60 cm.
 
Ef breyta á stærð hárbandsins er gott að mæla ummál höfuðs og draga frá 8 sm. Þannig ætti að fást passleg stærð. 
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð.
 
Stykkið er heklað í 2 hlutum. Fyrst er heklað eitt band fram og til baka með gatamynstri. Bandið er saumað saman við miðju að framan. Síðan er heklað minna band með stuðlum sem hnýtt er utan um sjálft hárbandið við miðju að framan. 
 
HÁRBAND:
Heklið 17 loftlykkjur með heklunál 3 með Baby Merino. Fyrsta umferð er hekluð þannig: Heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í 8. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 2 loftlykkjur, heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, hoppið yfir 2 loftlykkjur og endið með 1 stuðul í síðustu loftlykkju. 
 
Heklið síðan fram og til baka eins og útskýrt er í A.1, þ.e.a.s. endurtakið umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 48-52 cm frá uppfitjunarkanti – lesið MÆLING. Heklið síðan umferð 4 eins og útskýrt er í A.1. Saumið hárbandið saman með 1 spori í hverja lykkju = miðja að framan.
 
SLAUFA:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3, heklið síðan 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni = 2 stuðlar. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.2 fram og til baka upp að A.X. Endurtakið A.X alls 3 sinnum á hæðina (= 6 umferðir), heklið síðan A.2 til loka. Klippið frá og festið enda.
 
Hnýtið bandið utan um hárbandið við miðju að framan þannig að saumurinn sjáist ekki.
 
Heklkveðja frá mæðgunum í Handverkskúnst,
Elín og Guðrún María
 

4 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...