Norðurstjörnuvettlingar
Þessir fallegu vettlingar eru prjónaðir með norrænu mynstri. Uppskrift að húfu og sokkum í stíl má finna á garn.is.
DROPS Design: Mynstur me-065-bn
Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára
Lengd á vettlingi: 14 (16) 18 (21) cm.
Ummál á vettlingi: 13 (15) 16 (18) cm.
Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst)
- Milligrár nr 04: 50 g í allar stæðir
- Rjómahvítur nr 01: 50 g í allar stærðir
Prjónfesta: 22L x 30 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm.
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5
MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2.
ÚRTAKA-2 (á við um efst á vettlingum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki).
ÚRTAKA-3 (á við um þumla):
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp 28 (32) 36 (40) lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með milligrár. Prjónið 6 umferðir slétt fyrir fald. Næsta umferð er prjónuð þannig: *2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn*, prjónið frá *-* út umferðina (= uppábrot). Stykkið er nú mælt frá uppábroti. Prjónið 6 umferðir slétt með milligrár. Prjónið A.1 hringinn (= 7 (8) 9 (10) mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 hringinn. A.2 er endurtekið á hæðina til loka.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 6 (8) 9 (10) cm frá uppábroti, prjónið merkiþráð fyrir op á þumli þannig: Prjónið 6 (8) 9 (11) lykkjur mynstur eins og áður, prjónið 6 (6) 7 (7) lykkjur slétt fyrir op fyrir þumal með þræði í öðrum lit en litum í stykki, færið lykkjurnar 6 (6) 7 (7) aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær í mynstri, prjónið þær 16 (18) 20 (22) lykkjur sem eftir eru í mynstri eins og áður. Haldið áfram með mynstur þar til vettlingurinn mælist ca 12 (14) 15 (18) cm frá uppábroti (nú hafa verið prjónaðir 6 (6) 6 (8) cm frá opi fyrir þumal). Nú eru eftir ca 2 (2) 3 (3) cm til loka, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lend.
Setjið eitt prjónamerki í byrjun á stykki og 1 prjónamerki eftir 14 (16) 18 (20) lykkjur. Prjónið slétt hringinn með milligrár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við 2 prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 6 (7) 8 (9) sinnum = 4 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráð í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 14 (16) 18 (21) cm ofan frá og niður að uppábroti.
ÞUMALL:
Dragið út þráðinn sem var prjónaður yfir 6 (6) 7 (7) lykkjur fyrir opi fyrir þumal. Deilið þessum lykkjum á sokkaprjóna 3,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hvorri hlið á þumli með milligrár = 14 (14) 16 (16) lykkjur. Prjónið slétt hringinn með milligrár. Þegar þumallinn mælist ca 3 (3½) 4 (4½) cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á þumli. Nú er eftir ca 1 cm til loka, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd á þumli. Í næstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-3 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 2 sinnum = 6 (6) 8 (8) lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel.
HÆGRI VETTLINGUR:
Prjónið eins og vinstri vettling upp að þumli. Prjónið merkiþráð fyrir op á þumli þannig: Prjónið 16 (18) 20 (22) lykkjur mynstur eins og áður, prjónið 6 (6) 7 (7) lykkjur slétt fyrir op fyrir þumal með þræði í öðrum lit en litum í stykki, færið lykkjurnar 6 (6) 7 (7) aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær í mynstri, prjónið þær 6 (8) 9 (11) lykkjur sem eftir eru í mynstri eins og áður. Prjónið áfram eins og kemur fram á vinstri vettlingi.
FRÁGANGUR:
Brjótið uppá faldinn að röngu og saumið niður með litlu, fallegu spori.
Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is