Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýja leikskólapeysan
Hannyrðahornið 14. ágúst 2014

Nýja leikskólapeysan

Stærð: 1-2 (3-4) ára.
Yfirvídd: 61 cm (68 cm).
Lengd á bol: 22 cm (26 cm).
Ermalengd: 24 cm (28 cm).
Efni: Zara merino ull nr. 1494 5 dokkur.
Zara merino ull nr. 1792 2 dokkur getur líka verið fallegt að hafa rauðan nr. 1493.
Eða Basak nr. 1001 ljósgrár 3 dokkur og 122 rauður 1 dokka. Eða sú litasamsetning sem ykkur finnst fallegust.
Fæst í Fjarðarkaupum og í Bjarkarhóli, Nýbýlavegi 32 í Kópavogi.
Basak fæst víða um land sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4, 40 cm og 60 cm
Sokkaprjónar nr. 4.
Prjónfesta: 10x10xcm = 20 L og 27 umf. slétt prjón .

Aðferð:
Bolur og ermar eru prjónuð í hring.
Við axlarstykki eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlarstykkið prjónað í hring.
Bolur:
Fitjað upp 118 L (128 L) á prjóna nr. 4, 60 cm langa með ljósgráa litnum. Prjóna 5 cm stroff 1 sl og 1 br.
Prjónið nú 1 umf. slétt með ljósgráum.
Að henni lokinni er aukið út í næstu umferð um 6 L jafnt yfir með 21 L millibili.
Prjónið nú mynstur nr. 1 og þegar mynstrinu lýkur er prjónað slétt þar til bolur mælist 22 (26) cm.
Geymið bol og prjónið ermar.

Ermar:
Fitjið upp 36 (40) L með ljósgráa litnum á sokkaprjóna nr. 4, prjónið stroff 1 sl og 1 br 4 cm.
Prjónið 1 umferð með ljósgráum lit, í næstu umf. er aukið út um 6 (8) L með jöfnu millibili.
Prjónið síðan mynstur nr. 1. Þegar mynstri lýkur er prjónað áfram með ljósgráum lit og aukið út um 2 lykkjur á miðri undirermi (1 L eftir fyrstu lykkju og 1 L fyrir síðustu lykkju) í 7 hverri umferð alls 5 sinnum. Þá eiga að vera alls 52-58 L á prjónunum og ermin að mælast 24-28 cm.
Setjið 6-8 lykkjur undir miðermi á hjálparnælu eða band. Prjónið seinni ermi á sama hátt.

Axlarstykki:
Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 4. Setjið 6-8 lykkjur á hjálparnælu undir hvorri hendi, það er fyrstu 3-4 L og síðustu 3-4 L í umferðinni.
Prjónið 59 (64) L af bolnum slétt og setjið þá 6 (8) L á bolnum á hjálparnælu og prjónið jafnframt ermina við, prjónið síðan aðrar 59(64) L af bolnum og prjónið þá hina ermina við.
Nú eiga að vera á prjóninum alls 210-228 L.
Prjónið nú 2 umferðir slétt með ljósgráu, prjónið síðan mynstur nr. 2.
Takið úr samkvæmt skýringarmynd.

Hálslíning:
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4 og prjónið stroff, 1 sl og 1 br 10 umferðir og fellið laust af.

Frágangur:
Lykkið saman undir höndum og gangið frá öllum endum. Skolið flíkina og leggið til þerris.

3 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...