Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýja leikskólapeysan
Hannyrðahornið 14. ágúst 2014

Nýja leikskólapeysan

Stærð: 1-2 (3-4) ára.
Yfirvídd: 61 cm (68 cm).
Lengd á bol: 22 cm (26 cm).
Ermalengd: 24 cm (28 cm).
Efni: Zara merino ull nr. 1494 5 dokkur.
Zara merino ull nr. 1792 2 dokkur getur líka verið fallegt að hafa rauðan nr. 1493.
Eða Basak nr. 1001 ljósgrár 3 dokkur og 122 rauður 1 dokka. Eða sú litasamsetning sem ykkur finnst fallegust.
Fæst í Fjarðarkaupum og í Bjarkarhóli, Nýbýlavegi 32 í Kópavogi.
Basak fæst víða um land sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4, 40 cm og 60 cm
Sokkaprjónar nr. 4.
Prjónfesta: 10x10xcm = 20 L og 27 umf. slétt prjón .

Aðferð:
Bolur og ermar eru prjónuð í hring.
Við axlarstykki eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlarstykkið prjónað í hring.
Bolur:
Fitjað upp 118 L (128 L) á prjóna nr. 4, 60 cm langa með ljósgráa litnum. Prjóna 5 cm stroff 1 sl og 1 br.
Prjónið nú 1 umf. slétt með ljósgráum.
Að henni lokinni er aukið út í næstu umferð um 6 L jafnt yfir með 21 L millibili.
Prjónið nú mynstur nr. 1 og þegar mynstrinu lýkur er prjónað slétt þar til bolur mælist 22 (26) cm.
Geymið bol og prjónið ermar.

Ermar:
Fitjið upp 36 (40) L með ljósgráa litnum á sokkaprjóna nr. 4, prjónið stroff 1 sl og 1 br 4 cm.
Prjónið 1 umferð með ljósgráum lit, í næstu umf. er aukið út um 6 (8) L með jöfnu millibili.
Prjónið síðan mynstur nr. 1. Þegar mynstri lýkur er prjónað áfram með ljósgráum lit og aukið út um 2 lykkjur á miðri undirermi (1 L eftir fyrstu lykkju og 1 L fyrir síðustu lykkju) í 7 hverri umferð alls 5 sinnum. Þá eiga að vera alls 52-58 L á prjónunum og ermin að mælast 24-28 cm.
Setjið 6-8 lykkjur undir miðermi á hjálparnælu eða band. Prjónið seinni ermi á sama hátt.

Axlarstykki:
Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 4. Setjið 6-8 lykkjur á hjálparnælu undir hvorri hendi, það er fyrstu 3-4 L og síðustu 3-4 L í umferðinni.
Prjónið 59 (64) L af bolnum slétt og setjið þá 6 (8) L á bolnum á hjálparnælu og prjónið jafnframt ermina við, prjónið síðan aðrar 59(64) L af bolnum og prjónið þá hina ermina við.
Nú eiga að vera á prjóninum alls 210-228 L.
Prjónið nú 2 umferðir slétt með ljósgráu, prjónið síðan mynstur nr. 2.
Takið úr samkvæmt skýringarmynd.

Hálslíning:
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4 og prjónið stroff, 1 sl og 1 br 10 umferðir og fellið laust af.

Frágangur:
Lykkið saman undir höndum og gangið frá öllum endum. Skolið flíkina og leggið til þerris.

3 myndir:

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...