Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjalið Esmeralda
Hannyrðahornið 25. maí 2018

Sjalið Esmeralda

Fallegt og létt sjal sem gott er að skella yfir axlirnar eða vefja um hálsinn þegar vetur konungur herjar á okkur.  Sjalið er prjónað úr Drops Alpaca og Kid-Silk. Hægt er að skipta út og nota annað garn í garnflokki A frá Drops. 
 
Mál:  Um 60 sm mælt frá miðju og ca 192 sm mælt meðfram efri hlið.
 
Garn: Drops Alpaca
100 g litur 3112, fölbleikur 
100 g litur 0100, rjómahvítur
DROPS KID-SILK 
75 g litur 01, rjómahvítur
 
Prjónar: Hringprjónn 80-100 sm, nr 5 – eða sú stærð sem þú þarft til að 17 lykkjur og 33 umferðir í  garðaprjóni með 1 þræði af Alpaca og 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir) verði 10 sm á breidd og 10 sm á hæð.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
AFFELLING:
Til að kanturinn neðst á sjali verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. ATH! Ef kanturinn verður áfram stífur er hægt að slá uppá prjóninn (uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja), jafnt yfir með affellingarkanti. 
 
SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður.
Fitjið upp 5 lykkjur með 1 þræði af fölbleikum Alpaca og 1 þræði Kid-Silk. Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni – sjá útskýringu að ofan, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja), sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 9 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkju, þetta merki á að fylgja áfram með í stykkinu og merkir miðjulykkju. Miðjulykkjan er prjónuð í sléttu prjóni.
 
Umferð 1 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, prjónið miðjulykkju brugðið, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 kantlykkja slétt = aukið út um 2 lykkjur (11 lykkjur á prjóninum). 
Umferð 2 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið slétt fram að prjónamerki, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið uppá prjóninn, prjónið slétt til 1 lykkja er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 kantlykkja slétt = aukið út um 4 lykkjur.
Umferð 3 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, prjónið miðjulykkju brugðið, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 kantlykkja slétt = aukið út um  2 lykkjur.
 
Endurtakið umferðir 2-3 þar til 317 lykkjur eru á prjóninum (= umferð hefur verið endurtekin 51 sinnum). 
Klippið frá daufbleika þráðinn og skiptið yfir í 1 þráð Alpaca rjómahvítur, prjónið áfram í Alpaca rjómahvítur og Kid-Silk rjómahvítur.
 
Endurtakið umferðir 2-3, 1 sinni til viðbótar, nú eru 323 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú eftir munsturteikningum þannig:
Prjónið 1 kantlykkju slétt, A.1 yfir 5 lykkjur, endurtakið A.2 yfir næstu 154 lykkjur (= alls 11 sinnum), A.3 yfir 1 lykkju, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja), prjónið A.4 yfir 1 lykkju, A.5 er endurtekið yfir næstu 154 lykkjurnar (= alls 11 sinnum), A.6 yfir 5 lykkjur og prjónið 1 kantlykkju slétt.
Prjónið eftir munsturteikningum 1 sinni á hæðina = 407 lykkjur á prjóninum. Lesið affelling – sjá útskýringu að ofan. Fellið laust af í næstu umferð frá réttu. Klippið frá og festið enda, þvoið sjalið og strekkið í mál.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is. 
 
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...