Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Strákaskott
Hannyrðahornið 8. apríl 2014

Strákaskott

Stærð: 4 (8) 12 mánaða
Garn: Lyppa
Blár eða mosagrænn 2 (2) 3 dokkur
Ljósgrár eða gulur 1 dokka allar str.
Grænn eða lillablár 1 dokka allar str.
4 tölur
60 cm hringprjónn no 3,5
Heklunál sem hæfir garni

Bolur
Fitjið upp 105 (112) 119 l með bláa eða mosagræna litnum og pr tvær umf. fram og til baka, garðaprjón.
Prjónið áfram garða eins og hér segir:
1 x grænn eða lillablár.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x ljósgrár eða gulur.
1 x grænn eða lillablár.
1 x grár eða gulur.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x grænn eða lillablár.
2 x blár eða mosagrænn.
Endurtakið þetta alls 4 (5) 6 sinnum. Endið í öllu str á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Geymið og prjónið ermar.

Ermar
Fitjið upp 31 (33) 35 l og prj. 4 (4,5) 5 cm stroff, 1 sl og 1 br. Að stroffi loknu er aukið út um 8 (8) 8 l og prjónað sama litamunstur og á bolnum. Prjónið alls 4 (5) 6 munstur. Endið á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Prjónið hina ermina eins.

Berustykki
Takið nú græna eða lillabláa garnið og prjónið21 (28) 30 l, prjónið ermina við og prjónið áfram 53 (56) 59 l, prjónið hina ermina við og að síðustu er umferðin klárum, það ættu að vera 21 (28) 30 l.
Haldið áfram að prjóna litamunstrið en í 9. (10.) 11. garða frá réttunni er áttunda hver lykkja tekin úr þ.e. prj. 6 l prjóna tvær saman. Endurtakið út umf.
Í 18. (20.) 22. garða er fjórða hver l tekin úr þe. pr 1 l,* pr 2 saman, pr 2 l*, endurtakið frá * til * út umf.
Í 22. (25.) 28. garða er þriðja hver l tekin úr þe. * pr 1 l, pr 2 saman* endurtakið frá * til * út umf.
Endið á bláum garða og fellið af.
Gangið frá endum og saumið ermina saman.
Heklið 3 umf. fastahekl í hvorn boðung og munið að gera ráð fyrir 4 hnappagötum í vinstri boðunginn. Það getur verið fallegra að hekla líka eina umf. fastahekl í kringum hálsmálið en það er ekki nauðsynlegt.
Skolið peysuna og leggið til.


Helena Eiríksdóttir

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...