Strákaskott
Stærð: 4 (8) 12 mánaða
Garn: Lyppa
Blár eða mosagrænn 2 (2) 3 dokkur
Ljósgrár eða gulur 1 dokka allar str.
Grænn eða lillablár 1 dokka allar str.
4 tölur
60 cm hringprjónn no 3,5
Heklunál sem hæfir garni
Bolur
Fitjið upp 105 (112) 119 l með bláa eða mosagræna litnum og pr tvær umf. fram og til baka, garðaprjón.
Prjónið áfram garða eins og hér segir:
1 x grænn eða lillablár.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x ljósgrár eða gulur.
1 x grænn eða lillablár.
1 x grár eða gulur.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x grænn eða lillablár.
2 x blár eða mosagrænn.
Endurtakið þetta alls 4 (5) 6 sinnum. Endið í öllu str á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Geymið og prjónið ermar.
Ermar
Fitjið upp 31 (33) 35 l og prj. 4 (4,5) 5 cm stroff, 1 sl og 1 br. Að stroffi loknu er aukið út um 8 (8) 8 l og prjónað sama litamunstur og á bolnum. Prjónið alls 4 (5) 6 munstur. Endið á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Prjónið hina ermina eins.
Berustykki
Takið nú græna eða lillabláa garnið og prjónið21 (28) 30 l, prjónið ermina við og prjónið áfram 53 (56) 59 l, prjónið hina ermina við og að síðustu er umferðin klárum, það ættu að vera 21 (28) 30 l.
Haldið áfram að prjóna litamunstrið en í 9. (10.) 11. garða frá réttunni er áttunda hver lykkja tekin úr þ.e. prj. 6 l prjóna tvær saman. Endurtakið út umf.
Í 18. (20.) 22. garða er fjórða hver l tekin úr þe. pr 1 l,* pr 2 saman, pr 2 l*, endurtakið frá * til * út umf.
Í 22. (25.) 28. garða er þriðja hver l tekin úr þe. * pr 1 l, pr 2 saman* endurtakið frá * til * út umf.
Endið á bláum garða og fellið af.
Gangið frá endum og saumið ermina saman.
Heklið 3 umf. fastahekl í hvorn boðung og munið að gera ráð fyrir 4 hnappagötum í vinstri boðunginn. Það getur verið fallegra að hekla líka eina umf. fastahekl í kringum hálsmálið en það er ekki nauðsynlegt.
Skolið peysuna og leggið til.
Helena Eiríksdóttir