Sumarkjóll
Stærð:
1-2 (3-4) ára
Yfirvídd: 28 cm (33 cm)
Lengd á bol frá handveg: 33 cm (37 cm)
Ermalengd: 6 cm (8 cm)
Líka er hægt að prjóna þetta sem peysu og hafa flíkina styttri og ermarnar lengri.
Efni:
Filatura Zara til í mörgum fleiri litum líka má prjóna flíkina úr Basak garninu sem fæst í mörgum litum sjá www.garn.is fæst í Fjarðarkaupum og Bjarkahóli Nýbýlavegi 32 Kópavogi.
Ljóslilla nr. 1937 - 6 dokkur ( 3 í Basak)
Ljósgrár nr. 1494 -1 dokka
Prjónar: Hringprjónar nr. 4, 40 og 60 cm
Sokkaprjónar nr. 4
Prjónafesta: 10*10 = 22 L og 28 umf. slétt prjón á prjóna nr. 4.
Sannreynið prjónafestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð
Kjóllinn er prjónaður í hring, byrjað neðst á faldinum.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykkið prjónað í hring. Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykkið prjónað í hring.
Bolur:
Fitjið upp 120L (128L) á hringprjón nr. 4, 60 cm. Prjónið stroff perluprjón 5 cm = 3 umf. bleikt, siðan 2 umf. grátt, 2 umf. bleikt, og til skiptis og endað á grárri umferð; alls 4 rendur af gráu. Eftir síðustu gráu umferð er prjónað slétt með bleiku. Prjónið þar til bolurinn mælist 13cm (17 cm).
Úrtaka: setjið merki á sitthvora hlið, 60L (64L) á milli merkja. Takið saman 2 L fyrir framan merki og síðan 2 L fyrir aftan merki, prjónið 4 (6) umf. á milli úrtaka.
Í stærð 1-2 ára er tekið úr 3 sinnum, en í stærð 3-4 ára er tekið úr 4 sinnum.
Prjónið síðan þar til bolur mælist 33 cm (36 cm), setjið 8 lykkjur á hjálparband undir handveg. Geymið bol og prjónið ermar.
Ermar
Fitjið upp 36L (40L) á sokkaprjóna nr. 4, prjónið perluprjón í stroff, 3,5 cm, eins og á bol en hafið 3 gráar rendur, endað á grárri. Aukið út um 4L í fyrstu umferð; 1L á hverjum prjóni.
Prjónið síðan 6 umferðir. Aukið þá út um 2 lykkjur undir hendi. Prjónið 4 umferðir og aukið út 2 lykkjur undir hendi, nema i stærð 1-2 ára sleppa siðustu útaukningunni, prjónið þar til að ermin mælist 8cm, setjið 8 lykkur á hjálparnælu undir hendi.
Axlastykki
Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 4 , 60 cm, með bleikum. Prjónið eina umferð slétt og takið úr 4 lykkjur, 1 lykkju sitt hvoru megin við handveg, sleppa þessari úrtöku i stærð 1-2 ára. Þá eru eftir á prjónunum 174L (186L).
Prjónið síðan munstur, og takið úr eins og sýnt er á munstri. Þegar munstri lýkur prjónið eina umferð með grunnlit og takið úr jafnt þar til að það eru 60 lykkjur á prjónunum, (tekið úr í fjórðu hverri lykkju).
Hálslíning
Skiptið yfir á hringprjón 4, 40 cm. Prjónið síðan perluprjón í hálsmál, 3 umferðir með bleikum síðan 2 umferðir með gráu og til skiptis alls 2 gráar umferðir og að lokum eina bleika. Fellið síðan laust af.
Frágangur
Lykkið saman undir höndunum og gangið frá öllum endum. Skolið flíkina og leggið til þerris.